Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 45
N.Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 123 hjónarúminu. Svo fór hún og skellti bað- stofuhurðinni harkalega á eftir sér. Fönnin hækkaði á glugganum. Nú var hún ekki lengur hlá. Sigga var farin að.geispa. Hún tók af sér skóna og skreið upp í rúmshornið lil Valda, sem hafði verið þar síðan for að dimma. Sigga spurði: Verður ekki farið að kveikja, Valdi? Valdi vissi það ekki. Eldri drengurinn hélt áfram að horfa á kertaljósið, á tólgina, sem rann ofan rúm- stuðulinn í mjóum rákum. Drengurinn plokkaði þær burt og stakk þeim í ljósið. Það snarkaði í því eins og hömsunum, sem Finna bræddi út á fiskinn. Síðan sneri drengurinn sér að garnla manninum og sagði: Viltu segja mér sögu á meðan hún er frammi. Eg man enga sögu núna. Jú, söguna af óskasteininum. Gerðu það Gunnar minn. Ég hefi oft sagt þér þá sögu. Drengurinn: Mér er sama. Eg vil heyra hana núna, áður en Finna kemur inn. Gamli maðurinn laut að eyra drengsins, og sagði lágt og ísmeygilega: Ætlarðu þá að biðja til Guðs, að þetta hendi mig aldrei, sem við vorum að tala um áðan? Hver veit nema ég muni þá fleiri sögur. Eg skal hugsa til þess, sagði drengurinn fullorðinslega, slökkti á kertisstubbnum og þreifaði eftir bönd gamla mannsins. Bjössa þótti skemmtilegast að hlusta á sögur í rökkrinu, en þetta var nú reyndar ekki rökkur, heldur svartamyrkur. Gamli maðurinn hóf frásögn sína: Langt norður frá er heiði sú, er Skaga- heiði nefnist. Gróður er þar mikill og vötn mörg. Sumir segja þau svo mörg, að tölu verði ekki á komið. I norðri er hið víða haf, endalaust að því er virðist og rennur það saman við himininn sjálfan hið ytra. Að sólstöðum er himinn þessi rauður sem blóð. Það sagði mér maður, er fór um þess- ar slóðir, endur fyrir löngu, að faðir hans hefði eitt sinn gengið yfir Skagaheiði, að afliðnum sólstöðum. Og er grasið rétti sig úr sporum hans, var líkt og blóð drypi af stráunum. En á ströndunum fyrir utan, hvítnuðu rekaviðartrén eins og risabeina- grindum hefði skolað á land. Þar segja menn, að geti að líta mörg þúsund ára tré úr hinum miklu skógum handan við hafið. Stundum ganga selir þarna á land, en það er önnur saga. Á heiðinni er eins og áður er sagt, urmull af vötnum. I einu þeirra er óskasteinninn falinn. Hann liggur á botni vatnsins og stafar geislum frá honum í all- ar áttir. Hvítur er hann og hrufulaus og svo háll að menn fá eigi snert hann. En takist einhverjum að komast að vatni þessu á mín- útunni klukkan hálftvö á jónsmessunótt er allt öðru máli að gegna. Þá losnar um óska- steininn, hann kemur upp á yfirborðið og flýtur að landi, og hver, sem vill getur tek- ið hann með berum höndunum. Ur því er ek’ki að sökum að spyrja. Drengurinn leit upp og tók fastar uni hönd öldungsins. Hvar er vatnið? spurði hann ákafur. Er það ekki öðruvísi en öll hin? Gamli maðurinn sagði: Nei, ekki hefi ég heyrt þess getið. Það er víst stóri vandinn að finna það. Nú var þögn um stund. Litlu síðar kom Finna inn með vökvun í skál, þunnan, heitan vatnsgraut, og var slát- ursneið niðri í skálinni. Gamli maðurinn setti hana milli hnjánna

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.