Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 46
124 DALURINN OG ÞORPIÐ N.Kv. og seildist eftir spæninum sínum upp á Iiillu. Hann átti hvítan hornspón með dökk- um rákum, haglega gerðan. Drengurinn átti að erfa þann spón. Nú var ljós í baðstofunni, og hann horfði á gamla manninn borða vökvunina. Hann sötraði hægt úr spæninum og vermdi hend- urnar á víxl á skálinni. Hverju var hann líkur? Drengurinn hugsaði sig um. Var hann ekki eins og týruljósið á hlóðarsteininum, þegar kaldan gustinn lagði framan göngin. Einhvern tíma hlaut þetta ljós að slokkna. Drengurinn fékk einnig graut ög slátur. Hann byrjaði að borða, leit svo spyrjandi á gamla manninn, sem sat og tuggði með framtönnunum, svo kjálkarnir gengu ótt og tílt, og sagði: Finnst þér ekki biblían fara illa? Gamli maðurinn: Við hvað áttu, dreng- ur? Idann gat ekki útskýrt það nánar. Sögur áttu ekki að enda á dauða þess bezta. Vondu mennirnir áttu ekki að sigra. Drengurinn sagði eftir langa þögn: Það var eina bótin, að Jesús reis nú upp. Gamli maðurinn: Þetta átti svona að fara, hiddu guð um þig. Annars hefði hann ekki verið frelsari heimsins. 0, það hefir nú verið farið illa með marga, sagði drengurinn. Gamli maðurinn: Það ætti ég nú bezt að vita. Vinirnir eru ekki alltaf vinir. Hann kunni fleiri sögur. Eitt sinn bar svo við á Norðurlandi að ís lá á hverjum firði og hverri vík, og hafði fjanda þann rekið inn skömmu eftir jól. En á útmánuðum fór að bera á því að sæbirn- ir gengu á land og setti við það ng^ mikinn að mönnum. Voru menn gerðir út til höfuðs þessu ill- þýði, sem var hungrað mjög. Nú er að segja frá systkinum tveim, átta og tíu ára að aldri. Þau áttu heima á bæ ein- um þar, sem túnið lá að sjó fram. Þau voru einhverju siimi að leikjum úti síðla kvölds, og fóru frá bænum lengra en þau voru vön. Tunglskin var á og veður hið bezta, og glitr- aði fagurlega á íshrannirnar í tunglsljós- inu. Við og við heyrðust ákafir dynkir, er jörðin sprakk í frostinu. Hvergi gat að líta nokkuð það, er kvikt var. Jafnvel fuglar allir virtust dauðir úr harðrétti. En þar sem börnin voru nú að leikjum, vissu þau ekki fyrr til en frammi fyrir þeim stendur hvítt dýr, nokkru stærra en kýr og mjög loðið. Það skók hausinn allsterklega og lét skína í sterklegar tennurnar. Eins og nærri má geta, urðu börnin mjög hrædd, en þó eigi svo, að þau misstu mál og rænu. Þau féllu bæði á kné með krossmark fyrir sér og nefndu nafn frelsarans. Við það hörfaði dýrið undan og gekk þunglamalega slóð sína til sævar. En börnin komust heim heil á húfi og sögðu sínar farir ekki sléttar. Fólkið á bænum lofaði guð. Þessa sögu kunni drengurinn nú orðið betur en faðirvorið. Svo fækkaði sögunum. Skannndegið lagðist æ þyngra á gamla manninn, ótti hans við að fremja sjálfs- morð varð æ áleitnari, bænir hans heitari. Drottinn varð að rétta sína líknandi hönd. Drengurinn svitnaði undir þessum bænum, sem þögnin og myrkrið gerðu æ áhrifa- meiri. A morgnana spurði hann: Hefirðu ekkert getað sofið? Og á kvöldin: Hvernig heldurðu að þér gangi að sofa í nótt, Gunnar minn? Svörin voru oftast á einn veg.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.