Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 49
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 127 eins vonin hrapaði af liimni sínum eins og þegar ljós er slökkt, og svo stóð drengurinn þar og gat ekki haft augun af hinni hrylli- legu sjón. Hið opna, gapandi sár á hálsi gamla mannsins sýndist svart. Blóðpollurinn á eldhúsgólfinu var einnig svartur. Snjókornin þyrluðust inn um strompinn og askan í hlóðunum var grá og köld. Dags- birtan var einnig grá. Drengurinn stóð þarna í sömu sporum, þar til þau komu og skipuðu honum burt. Það þýðir ekkert að ljúga að mér. Mál- rómurinn var kaldur og fullorðinslegur. Drengurinn rölti fram í bæjardyr, stóð þar lengi með hendurnar á kafi í buxnavösun- um og horfði út í hríðina. Það voru harð- neskjudrættir í kringum munn hans og hann felldi ekkert tár. — Láttu mig vera, sagði hann og ýtti Finnu burt, þegar hún vildi leiða hann inn með sér. Hún svaraði: Þú kannt ekki gott að meta. Þegar fór að rökkva kom liann inn. Hann settist á auða rúmið, alvarlegur á svip og mælti ekki orð frá vörum. Svo fór hann að berja fótunum í stokkinn. Hann fyrirleit guð. Ef —■ ef, hann þorði ekki að hugsa annað eins, — ef hann var þá nokkur til? Hin systkinin fengu ekkert að vita. Þeim \ar sagt, að gamli maðurinn hefði dáið drottni sínum. Finna andvarpaði og sagði: Hann er nú laus úr lífsins stríði og kom- inn til guðs. Drengurinn leit upp og horfði fast á stjúpu sína. Svei, sagði hann. Þetta var eina orðið, sem lcorn frarn fyrir varir hans allan daginn. Um nóttina svaf hann ekki. Gamli maðurinn hafði sagt: Þeir, sem taka af sér lífið, lenda í eilífum eldi. Þeir koma aldrei í Paradís, sjá aldrei engl- ana. Guð útskúfar þeim. Drengurinn horfði út í myrkrið, ■— hlust- aði. Og nú, þegar enginn sá til, þá grét hann. Gamli maðurinn lá á líkfjölum í skemmu frammi á hlaði, lá þar kaldur og rór. Úti geisaði vetrarstormurinn. Það kom kista á sleða og ókunnir menn. Ungur prestur talaði nokkur orð um ein- stæðinga, sem lífið leikur grátt. Drengurinn gat ekki haft augun af hon- um. Svo fallegan og sviphreinan mann þótt- ist hann aldrei hafa séð. Presturinn tók eft- ir þessum augum, sem fylgdu honum eftir hvert sem hann fór, og brosti. Síðan talaði hann nokkur orð við drenginn og klappaði honum á kollinn. Presturinn sagði: Þegar þú stækkar, kem- ur þú að heimsækja okkur. Drengurinn liorfði á eftir honum fram gólfið. Síðan sneri hann sér að konunni frá Á. Var þetta líkræða? spurði liann. Finna varð fyrir svörum. Það var hús- kveðja, barn. Húskveðja átti það víst að heita, þó ekki væri guðsnafnið nefnt. Við höfðum ekki beðið um neina húskveðju, því hann var nú hér skemmst af ævinni, aum- inginn svarna. Presturinn talaði þessi orð frá eigin brjósti, svona hinsegin, því hann ætlaði hingað hvort sem var. Var þetta þá húsvijtun? Líkið var flutt burtu á sleða og Steini og Finna fylgdu til grafar. Konan frá Á var hjá börnunum á meðan. Það þóttu Bjössa góð skipti. Það voraði, og dalurinn varð aftur fagur í augum drengsins. En þegar ullin var þveg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.