Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Síða 20
20
varkárt með. En helzt þurftu þau að vera eitthvað
öðruvísi en þekst hafði áður.
Einn skýrði sig Kaldalóns og þótti skrautnafn.
En það halda gamlir menn að eitthvað muni minna
á það þessi vísa:
Allir vilja ættinni
æfi- létta -tjónið.
Mjög er unnað ungfrúnni, —
-----allir virða »lóniðí.
Margir flugust á um viðurnefni, sem menn höfðu
fengið á írlandi í fornöld, og héldu að það væri
ættarnöfn. Kvaran þótti til dæmis sérlega gott. Ól-
afur konungur íra var kallaður kvaran af því hann
kom þar í loðskinnsleistum, en sá hlutur hét á
írsku kvaran. Vér mundum hafa sagt Ólafur skinn-
leistur eða á skinnleistunum.
Ein vísa, sem kunn er, minnir á að það nafn
hafi einhver tekið sér um þetta leyti:
Skolli varð honum Einari á.
Um er spurt, hvort honum
raddir andans ómi frá
eða skinnleistonum.
Yfirleitt völdu allir nöfnin svo prýðilega, að niðj-
arnir, lið af lið, eftir því sem þeir koma til vits og
ára, hljóta að dáðst að hugðnæmi og fegurðartil-
finningu feðra sinna.
En þeim til hægðarauka, sem ekki hafa ennþá
látið lögskrá sér ættarnöfn, vildum vér að endingu
stinga upp á nöfnum, sem einhverjum kynnu að
falla í geð, eins og t. d. Lóstar, Titlvaz, Nautfer,
Raufon og Ranghalan. Þau hafa eflaust af vangá
ekki verið tekin með í hið fagurfræðilega ritverk
nafnanefndarinnar.
Tvibeinn.