Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 23

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 23
UNGA ÍSLANDS. 23 nóttunni, nema um sumar og sólskin; en nú var hún orðin sett og reynd kona, eða, rjett- ara sagt, ekkja og einstæðingur, og átti mörg börn fyrir að sjá; nú var hún vakin og solin að draga lil búsins og safna vaxi og hunangi. Fífillinn var nýsprottinn út; hann hafði dreymt morgunnroðann, og vaknað, þegar sólin kom upp, en aldrei sjeð kvöld og lórsælu; hann leit ckki í kringum sig, en horfði brosandi í sólina, og sólin kyssti hann þúsund sinnum, eins og móðir kyssir nývaknað barn; og hann roðnaði af gleði í sólarylnum og hlakk- aði til að lifa og verða stór. Þá kom flugan út í holudyrnar og skoðaði til veðurs. wÓsköp eru á mjer« sagði ílugan; »hvað ætli jeg hugsi, að vera ekki komin út; völlurinn glóir allur í blómum, sem lokizt hafa upp í blíðviðrinu; ef jeg væri yngri og minna farin að þreylast, þá gæti mjer orðið björg að slíkum degi; rækarls mæðin og fótadofinn! — en blessuð börhin spyrja ekki að því!« Nú þandi flug- an út vængina og snaraðist fram yfir hlaðið — brumm birr humm — og svo var hún komin í hlaðbrekkuna, saug blómin í óða- kappi, og safnaði vaxinu í bolla, sem hún hefur innanvert á fótunum, þangað til hún var orðin svo aptanþung, að henni þótti van- sjeð hún kæmist lieim, og hugsaði sjer að

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.