Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 33

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 33
UNGA ÍSLANDS. 33 azmnlýri. Til eru þeir menn, sem hyggja aö af ævintýr- um verðí ekkert lært. Pau sjeu að eins skrök og þvaður. Þau eigi að deyja með körlum þeim og kerlingum, er enn segja frá þeim, og eigi sje það ómaksins vert að rita þau og enn síður að lesa þau. En þetta er rangt liugsað. Ævintýri og þjóð- sögur hafa verið þjóðtrú áður. Vjer viljum vita, hverju menn liafa trúað, þótl vjer trúum því eigi sjálflr, af því að vjer erum betur að oss. í fornöld trúðu Norðmenn á Oðinn og t’ór og marga aðra guði. Nú lesum vjer ekki um þessa guði til að trúa á þá, heldur til að vita, hverju feður vorir hafatrúað. Likt er munnmæla ævintýrunum fariö. Vjer vitum vel að tröll eru eigi til og eigi dvergar nje álfar eða hólbúar. Eigi eru lil skip, sem fara láð og lög, og eigi brunnar með þeim hætli, að þar sje grænt engi, er til holnsins kemur. Eng- an vil eg telja á það, að stökkva ofan í brunn til þess að finna meira gras á botninum; og eigi að höggva höfuð af hesti til þess að fram komi kon- ungssonur. Pví að það verður eigi og er þctla skáldskapur. En skáldskapurinn er eigi annað en búningur. Telja sumir það aumlegan húning, sem eigi að fleygja. Aðrir telja það góðan og gagnlegan búning, sem eigi að geyma. Og í öllum skáldskap er eitthvað satt, og má af því læra. Flestir hafa vist heyrt ævintýrið um Pjetur og Pál og Asbjörn í öskustónni. Hvað finnum vjer 3

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.