Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 29

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 29
UNGÁ ISLANDS. 29 Myndin hjer er af apa þeim, sem einn á bústað í Norðurálfunni. Hann hefst við á Gibraltar og er nelndur Gibraltarapi, Mugot, Inuus ecaudatus o. íl. Hann er vel vaxinn, nokkuð loðinn og hefur mikið vangaskegg. Háraliturinn er dökkur við hársræturnar, en broddarnir j auð- leitir. Hann er kringluleitur og liefur andlit, eyru, hendur og fætur holdslit. Þennan apa liafa Forngrikkir og Rómverjar þekkt og lýsa gamlir ritliöfund- ar honum og hrósa íyrir gáfur og námfýsi og telja SÍg liafa sjeð Gibraltarapinn. marga listaapa af þessu kyni. Á síðari öld- um fór það að tíðkast að trúðar fóru um lönd með tamda birni og önnur dýr. Höfðu þeir þá jafnan apa þenna meðferðis. Þótti þeim hann fyrir þá sök beztur, að rófan var eigi því til fyrirstöðu, að hann væri ldæddur í föt. Fóru honum og öll föt vel.

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.