Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 18

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 18
Við vígslu Hrafnistu í júní 1957. Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir, forseti íslands Ásgeir Ásgeirsson, Matthías Þórðarson fornminjavörður, Olafur Thors forsætisráðherra. ins, sem að mestu hvílir á tekjum frá happdrætti DAS, má segja, að hún eigi sín vaxtarár. Fyrsti áfangi Dvalarheimilisins hefur nú starfað um skeið. Síðastliðið ár með rúmlega eitt hundrað vistmenn, þar af um einn þriðja á sjúkradeild. Eftir því sem mér er bezt kunnugt, gengur starfsemin mjög vel. Mikilvæg reynsla er fengin um húsakynni og fyrirkoumlag allt. Er það mjög gagnlegt við áframhaldandi bygg- ingar á þessum stað. Mun nú skammt til þess, að framkvæmdir við næstu byggingu hefjist, ef allt gengur eftir áætlun. En Sjómannadagsráð horfir lengra fram. A aðalfundi Sjómannadagsins síðastliðinn vetur bar stjórnin fram tillögu um það, að færa enn út kví- arnar. Ef happdrætti DAS vegnaði vel á næstu árum og framhald yrði á rekstri þess, væri rétt að taka til athugunar, að verja nokkru af tekj- unum til þess að styrkja eða byggja Dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn í bæjum úti á landi. Þessi tillaga fékk góðar undirtektir á fundinum og mun verða höfð til hliðsjónar, þegar að því kemur, að fá happdrættis- leyfið endurnýjað eftir fáein ár. Það er vitað mál, að dvalarheimila fyrir aldrað fólk er víðar þörf en í höfuð- staðnum. Vissulega verður knúð á dyr hjá fjárveitingavaldinu á kom- andi árum um styrk til dvalarheim- ila úti á landsbyggðinni. Það er því nærtæk og skynsamleg ályktun hjá Sjómannadagsráði, að starfsemi þess verði færð út. Að happdrætti DAS verði leyfður langur aldur. Að vin- sældir þess um allt land verði enn treystar með því, að dreifa hagnað- inum. Svo vinsæl er hugmyndin um Sjómannadaginn, að sjómannafélög um land allt hafa gert hami að al- mennum árlegum hátíðisdegi. Það verður því auðsótt mál, þegar til kemur, að fá þessi samtök til sam- vinnu hvert á sínum stað, eða t. d. í landsfjórðungi hverjum. „Allt verður að bera sig.“ Þetta orðtæki, sem oft heyrist í viðræðum manna og rétt þykir að hafa í heiðri, vakti einnig fyrir stofnendum Dvalarheimilisins. Það er sjálfseignarstofnun og verður því hver að borga fyrir sig, svo að allt geti haldizt í horfi. Hins vegar er vitað mál, að margir hinna öldruðu manna, sem fá vist á heimilinu, eiga engan sjóð til þess að greiða úr dval- arkostnaðinn. Elli- og örorkulaun, sem þeir fá úr tryggingum, hrökkva ekki nærri til að greiða kostnaðinn, og verður að líkindum svo fyrst um sinn. Þeim verður því að koma fé úr öðrum áttum. Annað hvort frá ætt- ingjum eða frá sveitarsjóðum. I sambandi við þetta vandamál kom fram hugmyndin um, að koma á Bíó-rekstri á vegum heimilisins. Hugmyndin var, að afla tekna á þennan hátt, svo að hægt yrði að ívilna þeim vistmönnm, sem minnst hefðu úr að spila; og eigi síður, ,ef hægt væri að tryggja reksturinn á þennan hátt. Munu fleiri hliðstæð fyrirtæki hér á landi hafa þennan hátt á. Þess má geta, að það var eitt síðasta embættisverk núverandi dómsmálaráðherra, hr. Bjarna Bene- diktssonar, áður en hann lét af emb- ætti 1956, að veita undanþágu frá skemmtanaskatti af því fé, sem heimilið kynni að fá inn á Bíó- rekstri. Eru þetta stórmikil hlunn- indi og nálega ómetanleg. A þessum grundvelli var svo hafizt handa um byggingu samkomuhúss með búnaði til kvikmyndasýninga, en slíkt hús var fyrirhugað í frumáætlun heim- ilisins. Ráðamenn voru ekki á eitt sáttir um, hvenær hafizt skyldi handa um þessar framkvæmdir, enda álitamál, eins og svo oft vill verða, um mikilvæga hluti. En framvindan í efnahagsmálum hefur þegar leitt í ljós, að því fyrr sem hafizt var handa, því betra. Nú er samkomuhúsið fullsmíðað, og verið að leggja síðustu hönd á innanhússbúnað, þegar þessar línur eru ritaðar. Forstjóri kvikmynda- hússins gerir sér vonir um góðan ár- angur þessara framkvæmda. Hverf- ið kringum Laugarás byggist nú sem óðast, þar rísa upp stórhýsi, hvert af öðru, og verður þarna þéttbýli mikið, þegar frá líður. Þess má geta, að Dvalarheimilið hefur tryggt sér forgangsrétt hér á landi til að nota nýja, sérstaklega fullkomna sýning- artækni með tilheyrandi myndum. Hefur slíkt ekki sézt hér áður, og er þetta mikil og merkileg nýjung. Undirritaður hefur séð þessar mynd- ir erlendis, og kæmi ekki á óvart, þó marga langi til að skreppa í Laugar- ásbíó, þegar farið verður að sýna þar. Hallgr. Jónsson. 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.