Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 23
Þrekraun á áraskipi um aldamót
Sr. Sigurður Einarsson skráði
eftir heimildum Friðriks Finnbogasonar og Friðriks Magnússonar.
Um Sléttuhrepp hinn forna leggja
nú ekki aðrir leið sína en sumar-
ferðalangar og ævintýramenn, sem
leita sér yndis eða fróðleiks í faðmi
einmanalegrar og hrikalegrar nátt-
úru. Yfir ströndum, fjörðum, víkum
og dölum hvílir auðnarfriður, eins
og hér væri land, sem aldrei hefði
verið snortið af erli og umsvifum
manna, friður þess aldrei rofinn af
áhyggjum, átökum og baráttu mann-
legs lífs. En þegar betur er að gáð,
getur þó hvarvetna að líta spor
mannlegrar iðju og langdvala:
Græna túnbletti, sem ekki alls fyrir
löngu voru girtir og hirtir, hrörleg,
einmana hús, eða rústir og vegsum-
merki rofinna og brottfluttra húsa,
götur og stíga um dali, víkur og
heiðar, ruddar varir og lendingar,
leifar af bryggjum. Og yfir þessum
minjum hvelfist himinninn, þögull
og án andsvars, óendanlega hár, blár
og sólvarmur á björtum sumardegi,
skuggalegur og þungbúinn með hás-
an veðragný í fjöllum, þegar haustar
að, og týndur í glórulausu iðukófi
vetrarhríðanna, þegar dagur er orð-
inn stuttur og allra veðra von.
En úti fyrir þessum einmanalegu
ströndum, umhverfis þær og inn í
hverja vík og fjarðarbotn breiðist
hafið, síbreytilegt, voldugt og dular-
fullt, fangabúr og starfssvið mann-
anna, sem hér lifðu, hafið, sem fól
björgina í djúpum sínum, afkomu-
von fólksins og líf. Kynslóð eftir
kynslóð hafa drengir staðið á þess-
um ströndum og skyggnzt eftir
bátnum, með drauminn í huga um
það að fá von bráðar að fljóta sjálf-
ir og færa mömmu feng sinn úr sjó.
A hverjum bæ hafa húsfreyjurnar
beðið bátsins kynslóð fram af kyn-
slóð og beðið fyrir þeim, sem hin
veika skel átti að fleyta heilum í
vör.
Þessa sér engin merki nú. Öll sú
fjölbreytta saga starfs og stríðs, sem
háð var á þessum slóðum, er óðum
Friðrik Magnússon frá Látrum.
að falla í fyrnsku um leið og sú kyn-
slóð hverfur af sviðinu, sem þessa
baráttu háði. Og sömu leiðina fer
einnig sú harðfengilega saga, sem
þeir skópu með athöfnum sínum,
sem byggðu þessar strendur.
Einn hinna svipmestu manna í
Sléttuhreppi á fyrra helmingi þess-
arar aldar, var Friðrik Magnússon,
formaður og útgerðarmaður á Látr-
um í Aðalvík. Friðrik fæddist 8. júlí
1877 og andaðist 12. ágúst 1957. —
Hann var karlmenni mikið og með
afbrigðum heppinn og harðfengur
sjósóknari, stundaði formennsku og
útgerð á Látrum í nálega hálfa öld.
Aldrei barst honum á, svo að slys
yrðu á mönnum, en margar urðu
sjóferðir hans sögulegar og þótti ein-
att furðu gegna, hvernig honum
tókst að bjarga áhöfn og skipi, slík-
ur sem skipakostur var á þeirri tíð.
Friðrik hélt þreki sínu og karl-
mennsku fram í háa elli, og jafnvel
eftir að hann var fluttur til Reykja-
víkur fór hann á sumri vestur að
Látrum með dótturson sinn á ferm-
ingaraldri og reri þar um sumar, er
allir aðrir höfðu yfirgefið byggðina.
Þetta gerðist sumarið 1949 og var
Friðrik þá 72 ára að aldri.
Frá einni sjóferð Friðriks verður
hér greint og hefur hún lifað einna
skýrust í minni þeirra, sem þar áttu
hlut að máli, og varð raunar all-
fræg á sinni tíð. Er hennar raunar
getið að nokkru í bók Jóhanns Bárð-
arsonar, Araskip, en aðeins á þá leið,
að þann 7. janúar 1905 hafi bátur
frá Aðalvík hleypt til Bolungarvíkur
í foráttu veðri, og áhöfn öll komizt
af. Er þetta að vísu rétt, svo langt
sem það nær, en sjóferðin öll, að-
dragandi hennar og endalok, er svo
einstæð mynd af lífsbaráttu fólks
þar vestra, að vel er þess virði, að
varðveitt sé. Jafnframt gefur hún
og góða hugmynd um þrek Friðriks
og skipshafnar hans og kunnáttu
þessara manna í því að bjarga sér á
sjó, þó að við hamfarir veðurs og
sjóa væri að etja, en fleytan lítil.
Þótti sjóferð þessi öll með hinum
mestu ólíkindum, er mönnum urðu
atvik kunn, og skal nú leitast við að
segja frá henni nokkru gjör. Heim-
ildarmaður að frásögninni er Friðrik
Finnbogason, Sunnubraut 18, Kefla-
vík, er var háseti Friðriks Magnús-
sonar í umræddri sjóferð, og nú, í
júnímánuði 1960, einn á lífi þeirra
manna, er þar voru með í för.
I ársbyrjun 1905 voru þeir Friðrik
Magnússon á Látrum og Þorbergur
Jónsson í Efri-Miðvík í Aðalvík sam-
eignarmenn um útgerð og bát. Hafði
Þorbergur fengið hjá Friðrik hálfan
bátinn með útgerð, svo að auðið væri
að manna hann. Höfðu þeir þá ráð
á tveim mönnum hvor, auk sjálfra
sín. Friðrik Magnússon var að sjálf-
sögðu formaður á bátnum, enda þá
þegar orðinn þaulvanur formaður.
Var hann þá 28 ára að aldri, afrennd-
ur að afli og kappsamur. Á bátinn
með Friðrik voru ráðnir: Hermann
Isleifsson, 47 ára, Jósep Hermanns-
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 7