Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 25

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 25
Bátur á legunni fyrir utan Bolungarvík að sumarlagi. sem að hafa mastur uppi í þeim ofsa, sem þá var á, enda báturinn segl- festulaus, í rauninni galtómur að öðru en mönnunum. En hér gafst ekki langur tími til heilabrota. For- maður kallaði þegar til háseta í háls- rúmi og bað þá að gera tilraun til þess að koma mastrinu upp. Voru það Friðrik Finnbogason og Jósep, sem áður getur, sem þar voru, og tókst þeim með snarræði og ýtrustu áreynslu að reisa mastrið og festa stögum. Skipaði Friðrik þeim þá að reyna að ná upp hajinu af seglinu. Er svo að sjá, að nokkurt hik hafi komið á þá félaga, því að þeir spyrja: „Þolir hann nokkurt segl?“ „Kann- ski skautið!“ svaraði Friðrik Magn- ússon, og var nú undið að því að framkvæma fyrirskipunina. Friðrik Finnbogason náði í snatri í bólfærið, skar af því spotta, mældi 2—3 faðma frá skautbandinu upp á segljaðarinn og bjó þar til með spott- anum traust haldreipi. Sama um- búnað gerði hann neðan á segljaðar- inn, og var nú komin viðráðanleg þríhyrna. Tók þetta allt ótrúlega stuttan tíma. Var skautlykkjunni smeygt upp á baulukrókinn og dreg- in upp undir mitt mastur. Var svo öðrum spottanum brugðið undir barkaröng á kulborða, en hinum undir miðskipsröng til hlés. Með þessum hætti var unnt að beita nær vindi heldur en ef hyrnan hefði ver- ið höfð þvert yfir bátinn. Hefði þá ekki verið annars kostur en að stýra beint undan, en með þessu lagi mátti beita allnærri vindi á milli stærstu sjóanna, og gangur var svo mikill, að furðu lítið flatti. Alla kveður Friðrik Finnbogason þá félaga hafa verið geróvana þessu siglingarlagi og lagði Friðrik Magnússon á öll ráð og sagði fyrir um, hvernig þessu skyldi haga. Hafði hann þá í ærnu að snúast, því segja mátti, að hvert augnablik væri um lífið að tefla, þangað til segl- skriður var kominn á bátinn. Svo hvasst var með köflum, að þeir félagar urðu að rífa þessa hyrnu niður og máttu hafa sig alla við, að hemja hana í höndum sér. Gaddur var ekki ýkja mikill og hlóðst ekki verulega frostkambur á bátinn. — Friðrik Finnbogason sat við laust dragreipið til þess að gæta þess, að það frysi ekki fast í blökkinni, því mikið sjódrif gekk yfir. Stöðugt varð og að ausa og hafa sívakandi gát á stórsjóum, sem riðu að. Asaskriður var á bátnum með köflum, þó að beitt væri eins nærri vindi og fært þótti. Þegar siglt hafði verið sem svara mundi hálftíma með þessu siglingar- lagi, fór að slá á stærstu sjóana. Kallaði þá Friðrik Magnússon til fyrirrúmsmannanna og bað þá að reyna að breyta siglingarlaginu. Var það gert í mesta skyndi eftir fyrir- sögn hans, og hagað segli að venju, en minnkað, eins og tök voru á. Gátu þeir nú haft í hálfu tré á milli stærstu sjóanna og tók betur. En á stærstu sjóunum varð að taka seglið, og var þó asagangur á bátnum, því að und- an þeim varð að slá. Með þessu lagi var siglt í annan hálftíma, og þótti þeim félögum einatt ganga undri næst, hvað bátskelin flaut, en þá töldu þeir sig mundu vera komna í nokkuð var út af Ritnum, því að þá fór að draga úr stærstu hafsjóun- um. Brotsjó fengu þeir aldrei á sig á allri þessari siglingu og aldrei fyllti, en ágjöf var mikil og austur stöðugur fyrir tvo menn og var það hin mesta þrekraun. Þó að þeim virtist nú svo, er hér var komið, sem þeir myndu komnir í nokkurt var, tók þó ekki betra við um sjólagið. Var nú um skeið því líkast sem þeir væru komnir í röst, svo að báturinn lá undir stór áföll- um, sjór holkrappur og reis nálega við borð. Veðurhæð var hin sama og þoldi báturinn ekki þá siglingu, sem á var í þessum sjó. Skipaði Friðrik Magnússon þá, að breyta skyldi um og koma fyrir fyrra siglingarlaginu. Var það þegar gert með snörum handtökum og skautið dregið upp og búið um sem fyrr. Þoldi báturinn nú betur og varðist betur sjóum, og mátti þó litlu muna. Þannig var nú siglt, og jafnan svo nærri vindi sem kostur var, þangað til farið var að bregða birtu. Veður- ofsinn hélzt hinn sami og aðgæzla segla, austur og stjórn þrotlaust erf- iði. Þegar farið var talsvert að skyggja, sjá þeir, sem aftur í sátu, að glórir í fjall framundan og ekki annað sýnna en komið sé upp í land- steina. Var þá brugðið við í skyndi, segl tekið niður og mastur fellt, því að landtaka var meira en óviss. — Skyggnast menn nú betur um, og kemur þá í ljós, að þeir eru komnir upp að grunnbrotum fram af Grjót- leyti undir Stigahlíð. Er nú sízt til setu boðið og setjast fimm undir ár- ar. Vindbáran út úr Jökulfjörðun- um var þarna bæði kröpp og óðbær. Stóð hún á bakborðskinnung, en haf- sjóa þunga lagði inn á móti bárunni og voru þeir að mestu leyti á eftir. Var þetta vont sjólag og hættulegt. Reru menn nú af hörkukappi, en þó gekk lítið og varla markaði með köflum, þegar rokurnar voru svæsn- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.