Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 29

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 29
Fyrsta gufuskip veraldar í reynsluferð órið 1543 Ef að Spánverjar hefðu veitt gufuskipinu meiri áhuga, er ekki ólíklegt, að „flotinn ósigrandi“ hefði getað siglt inn Ermarsund fyrir gufuafli og ekki tapað sjóorrustinni við brezka flotann árið 1588. Fyrir rúmum 400 árum fór Blasco de Garay, sjóliðsforingi í hinum mikla keisaralega flota Spánverja, reynsluferð á skipi, sem hann hafði látið útbúa með gufuvél. Sennilegt er, að margt liti öðruvísi nú út á spjöldum sögunnar, ef ráðamenn á Spáni hefðu skynjað, hvað þarna var að gerast. En af ýmsum ástæðum var þessi stórfellda uppgötvun dregin í dróma og aldrei hrint í framkvæmd. A þeim tímum voru kringumstæð- ur þannig, að stórveldin í heim- inum voru svo afturhaldssöm gagn- vart öllum byltingarkenndum nýj- ungum, sem gátu valdið því, að flota- veldi þeirra yrðu svo að segja úrelt á örstuttum tíma. Og jafnvel 250 ár- um síðar barðist brezka herstjórnin með kjafti og klóm gegn því, að taka gufuaflið í þjónustu flotans! Löngu eftir að gufuknúin skip var raun- veruleg staðreynd og byrjuð að sigla um höfin, hélt flotastjórnin áfram fast við seglin, og notaði eingöngu gufuknúna báta til þess að draga hinar stóru og tignarlegu freigátur út frá höfnum. Síðar átti það einnig eftir að ske, að sagan endurtæki sig gagnvart kafbátunum, sem flota- stjómin fordæmdi lengi vel og taldi þá aðeins vonlausa tilraun fátækari þjóða til þess að vega upp á móti hinum stórfellda herskipaflota Bret- lands. Herforingjarnir á tíma Karls V. Spánarkeisara hugsuðu alveg út frá sömu forsendu. Þeir óttuðust, að hinn mikli floti af freigátum og gal- eiðum yrði ónothæfur, ef vélrænn kraftur — sem jafnt í logni og mót- vindi gæti komið skipi áfram án segla og ára — yrði almennur á höf- unum. Blasco de Garay og hið „rjúkandi skrýmsl“ hans, eins og skipið var nefnt, var því álitinn stór- hættulegur, sem að áliti herforingj- anna yrði að berjast gegn með öllum hugsanlegum ráðum. En málum var þó þannig komið, að þessi rangsnúni Blasco de Garay hafði unnið hugmynd sinni fylgi meðal allmargra áhrifamikilla Spán- verja, og hans heitasta ósk var, að koma því svo fyrir, að keisarinn sjálfur og ríkiserfinginn yrðu við- staddir, þegar reynsluferðin yrði far- in. En að fá keisarann til þess var ekkert áhlaupaverk og þurfti að hafa áhrifarík sambönd á æðri stöðum til að koma slíku í framkvæmd. Don Enrico, fylkisstjóri í Kastalíu, var ekki ófús til þess að reyna, að koma slíku á framfæri við keisar- ann, og Don Pedro, fjármálaráðherr- ann, gaf einnig loforð um, að leggja fram sitt liðsinni. En það var þó fyrst, er tekizt hafði að fá stallmeist- ara keisarans, hinn unga aðalsmann, Francisco Gravalla, í hópinn með þeim, að tókst að fá keisarann til þess að gefa loforð um, að vera við- staddur, þegar de Garay færi í reynsluferðina. En andstæðingar de Garays voru heldur ekki aðgerðalausir. Þeir ákváðu að notfæra sér þann ríg og óvild, sem ríkti milli fjármálaráð- herrans Don Pedros og varakanzlar- ans Ravego. Þeim tókst að fá Ravego á sitt mál — en þó of seint. Keisar- inn hafði skömmu áður veitt loforð sitt um að vera viðstaddur þessa miklu viðhöfn, er átti að fara fram frá Barcelona. Ravego, sem varð öskuvondur yfir því, að andstæðingur hans skyldi verða fyrri til, ræddi málið við fjöldamarga háttsetta sjóherforingja og náði einnig samstarfi við hinn hataða og hættulega Rannsóknar- rétt. En niðurstaðan af öllu þessu ráðabruggi varð sú, að bezt væri að láta ekki á neinu bera í bili. Ef til vill væri hinn umdeildi sjóherfor- ingi aðeins svikari — eða fáráðling- ur. Og sá möguleiki gat einnig verið fyrir hendi, að reynsluferðin yrði eintóm mistök, þannig að ekki að- Lengi eftir að gufuorkan var viðurkennd og hagnýt staðreynd, til þess að knýja skip áfram, hélt enska flotastjórnin sér fast við seglaútbúnaðinn og notaði gufuskip eingöngu til þess að draga hinar seglbúnu freigátur út frá ströndinni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.