Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 39

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 39
er sá, að bakuggi hákarls sést næst- um aldrei upp úr sjónum. Það er einnig algeng skoðun, að hákarlinn velti sér á bakið, rétt áður en hann grípur bráðina. Þetta er einnig rangt. Kjafturinn á hákarlin- um er neðan á höfðinu, en skepnan veit, hvernig hún á að nota hann, þegar hún er á réttum kili, ef svo má til orða taka, og tennumar eru hroðalegar. En hákarlar eru frekar hræætur en árásarseggir undirdjúp- anna. Ástæðulaust er að telja þá hættu- lega mönnum, þegar það er aðgætt, hversu fáar sagnir fara af árásum þeirra og hversu margir hákarlar eru í öllum höfum. Um 300 þúsund manna synda á hverjum degi að sum- arlagi í sjónum við Miami í Florida. Á síðustu 30 árum hefur verið mjög lítið um árásir hákarla og sennilega hefur þó oftast verið um barrabít að ræða. Barrabíturinn er ógurlega grimmur fiskur með mjög hvassar tennur og ræðst hann yfir- leitt á allt, sem á hreyfingu er. Hann ræðst jafnvel á hreyfingarlausa hluti, sem á floti eru, ef hann finnur blóðlykt. Flestir hákarlar eru friðsemdar- skepnur. Svokallaðar mannætur eru venjulega ragar, og gera einungis árás, þegar þær eru æstar af blóð- lykt. Hamarshákarlinn, sem er al- gengastur í grennd við Florida, er mjöghlédrægur og snýst jafnvel ekki til varnar, þegar hann hefur verið skutlaður. . Sumir hákarlar ala allan aldur sinn við botninn, eins og heimskauts- hákarlinn, sem er mjög gæf og löt skepna. Grænlendingar veiða hann niður um ís að vetrarlagi á mjög grannt færi, sem þolir lítil átök. Not- ast þeir mjög við stóran krók og er keðja höfð næst honum, því að ella mundi hákarlinn gleypa æ meira af færinu, sem er ekkert annað en tvö- falt seglgarn. Hákarlinn reynir aldr- ei að slíta færið, og drukknar bók- staflega oft, þegar hann er dreginn. Stafar þetta af því, að hákarlar hafa ekki tálkn, aðeins lóðrétt tálknop. Verða þeir að synda í sífellu með opinn kjaft, svo að sjórinn, sem allir fiskar fá súrefni sitt úr, streymi jafnt og þétt um tálknopin. Geti hákarl ekki hreyft sig, fær hann ekkert súr- Krossfiskur. efni, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. Hákarlar hljóta að vera mjög þef- vísir. I norðurskautshéruðunum beita menn blöðru, sem fyllt hefur verið með blóði. Örlítil göt eru gerð á blöðruna, svo að blóðið geti vætlað út, og geta menn verið vissir um að fá hákarl næstum samstundis, því að hann finnur blóðlyktina eða bragðið úr mikilli fjarlægð. Það er engan veginn hægt að kalla þenna hákarl hættulegan. Menn vita þess heldur ekki dæmi, að beinhá- karlinn eða tröllhákarlinn hafi nokkru sinni ráðist á menn. Jafnvel þótt þeir séu skutlaðir, snúast þeir ekki til varnar, og eru þessir tveir hákarlar þó meðal stærstu fiska, sem til eru. Tröllhákarlinn getur orð- ið allt að 75 fetum á lengd. Hann vegur þá um 70 lestir, og lifrin, sem er mjög auðug af fjörefnum, vegur þá um 2 lestir. Flestar frásagnir af bardögum við hákarla eru tilbúningur. Ekki eru til neinar frásagnir staðfestar vís- indalega af vitnum, um að hákarlar hafi ráðizt á syndandi menn og fært þá í kaf. En það er ákaflega tauga- æsandi fyrir sumargesti við sjávar- síðuna að vita af einhverju óarga- dýri undirdjúpanna, er liggur og bíður færis á bráð. Sannleikurinn er Tvíhöfðaður hundfiskur — skyldur há- karli — er huglaus, jafnvel þegar hann er með einn haus. hins vegar sá, að meira en þúsund sinnum fleiri menn bíða bana, er þeir aka til eða frá baðströndum, en af völdum hákarla, meðan þeir njóta hressingar á sundi í sjónum. Ef farið er eftir útliti, þá er til ormstegund, sem er miklu óttalegri ásýndum en nokkur hákarl. Hann er nauðlíkur myndum af drekanum, sem heilagur Georg drap á sínum tíma. Hann hefur heljarsterka kjálka og matarlystin er með ólíkindum. Ef hann væri aðeins örlítið stærri, mundi öllum íbúum undirdjúpanna vera hætt, en til allrar hamingju verður hann ekki lengri en nöglin á litla fingri manns. Það er miklu fróðlegra að fylgjast með hvölum og selum, sem vekja ekki beyg með nokkrum manni, en eru þó mjög leyndardómsfullir. Hvorir tveggja eru spendýr, sem hafa heitt blóð og anda með lungum, en geta þó kafað svo djúpt, að menn leika það varla eftir. Aðeins þeir fáu menn, sem komizt hafa ofan í undirdjúpin í köfunarkúlu, hafa far- ið eins djúpt og selir og hvalir skreppa á einni mínútu eða svo, þeg- ar þá svengir. Tvö atriði, sem öll önnur svipuð dýr verða að láta stjómast af, hafa engin áhrif á þá. Frh. á bls. 28. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.