Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 44

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 44
Spilmaðurinn setur hönd undir kinn og bíður. Þegar hann er búinn að bíða svo- litla stund, kallar hann til mann- anna á uppfyllingunni: „Samtaka nú! Einn, tveir þrír!“ En ekkert gengur. „Reynið að teyma hana inn um leið“ kallar einn þeirra sem ýta á Skjöldu. Tveir menn sem virðast ekki komnir hingað niðreftir til annars en horfa á skipið fara, taka múlbandið á Skjöldu gegnum grindurnar að framan og fara að toga í. Skjalda verður nú sem sé að berj- ast á tvennum vígstöðvum. Enda gerir hún sér ljóst að þetta er tapað stríð; viðnámið slaknar úr vöðvum hennar og hún stígur inn í kassann. Einn mannanna tekur nokkrar spítur, nagla og hamar og neglir fyr- ir grindakassann að aftan, og hinir halda áfram að standa í hóp og horfa á, en litli maðurinn stendur enn fyr- ir aftan hópinn og hefst ekki að. Þeir setja tvær stroffur undir kassann og bregða lykkjunum í bómukrókinn og spilmaðurinn rétt- ir sig upp og hífir í. Skjalda tekst á loft, og af því að það er dálítið styttra í annarri stroff- unni, hallast hún ankannalega fram og mundi detta ef kassinn væri ekki of þröngur til þess, og eyrun á henni fara á fulla ferð fram og aftur og til hliðanna, stundum í heilan hring einsog spaði, og kassinn snýst í hring í hífingunni, og Skjalda lítur snöggv- ast þangað sem litli maðurinn stend- ur og þau horfast í augu eitt andar- tak, svo lítur Skjalda upp í sveitina og hlýtur að sjá langar leiðir því hún er nú komin svo hátt, en síðan er slakað og Skjalda hverfur niður í lest. „Eru beljur sjóveikar?“ spyr ein unga stúlkan sem stendur á þilfar- inu. „Nei, ætli þær séu ekki of þunnar til þess greyin,“ segir einn ungi mað- urinn. Hásetarnir loka lestinni, breiða segldúk yfir og skálka. Það er búið að leysa landfestar og Herðubreið snýst hægt og sígandi frá bryggjunni, eykur síðan ferðina og stefnir út. Litli maðurinn stendur enn á upp- fyllingunni og horfir á eftir skipinu. Um nóttina sigldi skipið inn á Djúpavog. Það var logn og þoka á fjöllum. Skipið var ekki lagzt að þegar mennirnir á bryggjunni voru byrj- aðir að kalla: „Hvar er kýrin?“ „Auðvitað niðri á farrými. — Hvar annarsstaðar ætti hún að vera?“ Þeir opnuðu lestina og settu spilið í gang, og Skjalda kom upp úr lest- inni, því að þeir fyrstu verða síðast- ir og þeir síðustu fyrstir, og það hafði skipzt um stroffurnar þannig að nú hallaðist hún eins mikið aftur eins og hún hafði áður hallazt fram, en það skiptir ekki máli í svona þröngum kassa hvort þú hallast á þennan veginn eða hinn, ekkert Fögur dýr og firna ljót Frh. af bls. 23. I fyrsta lagi safnast kolsýra í blóð þeirra eins og á okkur. Þeir fara eins að og við, því að þeir losa sig við kolsýruna, þegar þeir anda frá sér. Ef þvílík dýr geta ekki losnað fljótlega við kolsýruna, deyja þau flest — enginn maður mun hafa haldið lengur í sér andanum en í sex mínútur, og venjulega deyja menn, ef þeir geta ekki andað frá sér eftir skemmri tíma. En hvalur getur verið í kafi í klukkustund. Þegar hann kemur upp andar hann frá sér með gufustrók miklum og er þá allt í lagi. Það liggur í augum uppi, að ógern- ingur er að mæla kolsýruna í blóði hvals eða sels, rétt áður en þeir koma úr kafi, svo að enginn veit með vissu, hvernig þeir geta þolað að hafa þetta eitur í blóðinu. Annað náttúrulögmál, sem engin áhrif virðist hafa á seli og hvali, er þol þeirra gagnvart þrýstingi á miklu dýpi. Sumir menn hafa getað kafað á 200 feta dýpi án verndartækja, en þeir eru eins sjaldgæfir og hinir, sem geta hlaupið míluna á 4 mínútum. Hvalir geta kafað 5000 fet eins og ekkert sé og selir 1500 fet eða meira. A 5000 feta dýpi er þrýstingurinn um 2000 ensk pund á ferþumlung- inn. Jafnvel minni þrýstingur ætti að kremja rifbeinin í hvalnum. skiptir máli í svona þröngum kassa, eyrun á Skjöldu hreyfðust ekki lengur. Þeir slökuðu henni niður á bryggj- una og mennirnir á Djúpavogi rifu lausar með sporjárni þær spýtur sem á Hornafirði höfðu verið negldar fastar með hamri. Einn þeirra tók múlbandið á Skjöldu og skoðaði hana dálítið og athugaði merkisspjaldið til að full- vissa sig um að þetta væri sú rétta Skjalda, og teymdi hana síðan sem leið lá upp af bryggjunni. Skjalda lét hann teyma sig mót- spyrnulaust og bar höfuðið lágt og horfði hvorki til hægri né vinstri, og síðan var hún horfin yfir leitið. Júlí 1954. Ástæðan fyrir því, að þannig fer ekki, er ef til vill því að þakka, að hvalirnir (en ekki selir) hafa hreyf- anlega umgerð um lungun. Rifbein- in eru ekki föst við hrygginn, svo að þau geta betur hegðað sér eftir þrýst- ingi en rifbein manna. Selir virðast vinna bug á þessari hættu með því að hægja hjartaslögin, þegar þeir kafa — úr venjulegum 180 slögum á mínútu við yfirborð niður í aðeins 20. Ef til vill er þetta leiðin til að komast hjá því, að köfnunarefni myndi bólur í blóðinu, sem geta gert út af við kafara, ef hann er dreginn of fljótt upp úr dýpi, sem er þó að- eins tíundi hluti þess, sem selirnir skreppa í, án þess að láta sér bregða. Fátt er áhrifameira en að sjá hval koma úr miklu dýpi með ógurlegum hraða, skjótast upp úr sjónum álíka hátt og tvílyft hús og skella svo á honum aftur með ógurlegum bresti, eins og um eldsumbrot væri að ræða. Selir eru alveg eins duglegir að synda, enda þótt minna beri á því, og á það þó ekki við kópana, sem geta ekki synt, fyrr en þeir hafa fellt fósturhárið. Fyrst eftir fæðing- una hrindir feldur þeirra ekki frá sér vatni, en það er einmitt sá eigin- leiki, sem gerir hann síðar að eftir- sóttri grávöru. Ef kópi væri fleygt í 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.