Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 48

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 48
Vz af öllu yfirborSi jarðarinnar. At- lantshafið og Indlandshaf (sem er aðeins minna), þekja samanlagt um annan % hluta. En þó að útbreiðsla hafsins sé svo mikil, er dýpt þess tiltölulega við ummál og þykkt jarðkúlunnar mjög lítil. Því dýpt hafsins og hæstu tind- ar á yfirborði jarðar eru eins og smáójöfnur á yfirborðinu, sem við myndum varla geta greint á venju- legum skóla-globus, ef allt væri sett með réttum hlutföllum. Um milljónir ára hafa frost, regn og stormar herjað á þurrlendinu. Arstraumar og sog hafsins hafa bor- ið það, sem brotnað hefur, út í sjó- inn með straumrennsli sínu, og þar leggst það fyrir eins og forklæði og umvefur löndin. Þetta forklæði nefn- um við landgrunn, og víðast hvar er það nokkuð jafnhallandi út í hafið, þangað til það nær um 200 metra dýpi undir yfirborði. Þó eru nokkur tilfelli fyrir því, að landgrunnið nái hundruð kílómetra út í hafið, eins og t. d. Hudson-flói, umhverfis Ný- fundnaland, x Austursjónum, í Norð- ui’sjónum, umhverfis Danmörku og Stóra-Bretland. En utan við landgrunnið kemur venjulega brattur veggur niður í dýpið, sem nefndur er hafsbotn. Svo langt út nær niðurbrot þurrlendisins Geimfarar, sem nálguðust jörðina utan frá myndu alls staðar, hvar sem þeir kæmu að jörðinni, sjá miklu meira af vatni heldur en landi. aldrei. En í þess stað er botninn þar þakinn þeiri'i ,,leðju“, sem er rotnun þeirra jurta og smádýra, er lifa í hafinu, og þakið beinagrindum stærri dýra, er synda um höfin til æviloka sinna. Heildarvatnsmagnið í höfunum eru 1400 milljónir kubikkílómetrar. En það þýðir, að rúmtak þess er 14 sinnum meira heldur en allt þurr- lendi jarðarinnar. Ef yfirborð jarð- arinnar væri allt sléttað, myndi dýpi hafsins umhverfis hana vera ca. 3 kílómetrar. Þetta mikla vatnsmagn er alltaf á stöðugri hreyfingu. Hinn sýnilegi hluti, bylgjurnar og straumarnir, er hafa mesta þýðingu fyrir manninn, orsakast hvoru tveggja af völdum vindanna. Hver einstakur dropi bylgjunnar hreyfist meira upp á við heldur en áfram. Þegar vindurinn blæs í sömu átt og yfirborðsstraum- ur, hreyfist hafflöturinn gegn bylgj- unni. Þegar vindurinn berst yfir sléttan hafflöt, byrja bylgjur að myndast og vaxa fljótt undir þrýstingi stormsins. í Atlantshafi geta þær orðið allt að 17 metra háar, og stærstu storm- bylgjur geta orðið allt að 400—500 metra langar milli bylgjutoppa. Sú 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.