Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 51

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 51
Stórborgin NEW YORK Fyrir 350 árum var þarna skógarþykkni. Nú er þar ein af stærstu og fjölmennustu borgum veraldar og mikil siglingaborg. Segja má, að upphaf sögu New York-borgar hafi byrjað sólheitan eftirmiðdag 3. september 1609. En þann dag sigldi Henry Hudson sínu smágerða skipi, „Hálfmána“, inn í flóann, sem New York stendur við, og lét akkeri falla nærri þeim stað, er nú nefnist Sandy Hook. Atta dög- um síðar sigldi hann áfram inn fló- ann á þann stað, er stýrimaður hans, Robert Jet, skrifaði um, að væri „mjög góð höfn fyrir öllum vindátt- um.“ Hin sögulega sigling Hudsons um flóann og afturkoma hans til eyjunn- ar litlu, Man-a-hat-ta (Himneskt land), var honum á þeim tíma held- ur lítið gleðiefni og nær því að vera persónulegur ósigur, — þar sem mis- tekizt hafði það verkefni, er honum hafði verið falið af Hollenzka aust- ur-Indíu-félaginu, — að finna nýja siglingaleið til Indlands. Og helzt mætti ætla, að þegar hann sneri stafni ,,Hálfmánans“ til hafs að nýju, 4. október 1609, að efst í huga hans hafi ríkt vonbrigði. En jafn snjöllum og reyndum siglingamanni eins og hann var, hafi verið það nokkur raunabót og augljós staðreynd, að hann hefði uppgötvað og tileinkað Hollandi einhverja þá beztu siglinga- höfn, er hann hafði nokkurn tíma augum litið. Frá sagnir Hudsons, þegar hann kom heim, urðu til þess, að í Hol- landi var myndaður félagsskapur til þess að nema land á þessum stað og nefna það Nýja Holland. Árið 1625 var byggt virki á Manhattan-eyju, er nefnt var Nýja Amsterdam, og umhverfis þetta virki óx dálítil ný- lenda. Hollendingarnir réðu yfir þessu landssvæði um 40 ára tímabil, og eru enn við lýði einstök staðarnöfn, er minna á veru þeirra þar, eins og t. d. Brooklyn, Schermerhorn, Coen- ties, Bronx o. fl. En nýlendan stækk- aði lítið. Hollendingarnir þráðu heimaland sitt, og þeim sem komu til nýja landsins, líkaði ekki Norður- Ameríski veturinn. Hollendingarnir sögðu, „Nýja Amsterdam er góður sumardvalarstaður, en ekki til þess að lifa þar að staðaldri.“ Fólk af öðrum þjóðflokkum var hvatt til þess að flytjast til Nýju Amsterdam. Varð mikið aðstreymi frá ýmsum þjóðum, og voru ríkjandi 18 tungumál töluð þar 1644. Flest- allir innflytjendurnir höfðu það eina takmark, að afla sér fjár á skömm- um tíma og hverfa aftur til heima- lands. Umhyggjan fyrir vexti og viðgangi nýlendunnar var látin sitja á hakanum fyrir ævintýralegri lífs- baráttu. Yfirráð nýlendunnar komust í hendur Englendinga árið 1664 undir stjórn hertogans af York, er skýrði hana á ný og nefndi New York. — Næstu öld hélt nýlendan áfram að vaxa, en þó dræmt, einkum vegna hinnar hatrömmu valdabaráttu milli Englendinga og Frakka og óánægju innbyggjanna út af yfirráðum hinna erlendu manna. Loks þegar sjálfstæði var unnið, varð New York sameiginleg höfuð- borg sambandsríkisins. Georg Wash- í mynni Hudson-flóa. Frelsisgyðjan yzt til vinstri; landið á bak við er New Jersey. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.