Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 52

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 52
ington var vígður til forseta við Wallstreet og Broadstreet. I dag stendur þar þjóðminjasafn og minn- ismerki um Washington hershöfð- ingja. Mikið aðstreymi Ný-Englendinga og opnun Erie-skipaskurðarins árið 1825, áttu mestan þátt í því, að borg- in óx stöðugt upp í það að verða voldug verzlunarmiðstöð. — Erie- skipaskurðurinn er ennþá mikið notaður og er m. a. mikilvægur hlekkur í New York State’s Barg- skipaskurðarkerfinu, sem nú stend- ur fyrir dyrum að endurnýja og auka að mun. Á næstu 40 árum urðu einnig aðr- ar mikilvægar breytingar. Uppbygg- ing járnbrautarkerfis og innflutn- ingur dugmikilla verkamanna jók enn á vöxt og þróun borgarinnar, með vaxandi þörf fyrir vörur og þjónustu. Jafnhliða þörfinni við að fullnægja vaxandi kröfum nýbyggð- arinnar náðu kaupmenn New York- borgar stjórn á rúmum helmingi inn flutnings þjóðarinnar og einum þriðja af útflutningi, og þannig náði borgin þeirri aðstöðu, að verða mik- ilvægasta verzlunarhöfnin, og hefur haldið þeirri aðstöðu síðan. Vöxtur borgarinnar varð mestur eftir að styrjöldinni milli ríkjanna lauk. Tvennt átti þar mestan þátt að. I fyrsta lagi verzlunin, sem varð sí- fellt öflugri með vaxandi umsetn- ingu hafnarinnar. I öðru lagi fólk, fólk af öllum þjóðflokkum, trúflokk- um og frá öllum löndum jarðarinn- ar streymdi til Bandaríkjanna. Flest- ir lögðu leið sína gegnum New York. Margir settust þar að, aðrir héldu áfram. Á 35 ára tímabilinu 1865 til 1900 fjölgaði íbúum borgarinnar úr 1,2 millj. upp í 3,4 millj. manns. Það var á þessu árabili, sem hið ódauðlega minnismerki, er skyldi vera talandi tákn um frelsi framtíð- arinnar, var staðsett í uppbyggingu New York-hafnar — Frelsisgyðjan. Það háleita og glæsilega minnis- merki eiga Bandaríkin að þakka franskri vináttu og persónulegum stórhug Frederic Auguste Bartholdi, er skóp það. í hinum stóra hóp innflytjenda úr gamla heiminum, er kom til þess að setjast að og byggja upp borgina, bjó hin eilífa þrá mannsins um frelsi. Og þessi hugsjón hefur ávallt verið sérkenni New York-borgar og sett á hana alþjóðlegan blæ og umburð- arlyndi fyrir ólíkustu mannlegum viðhorfum. Landfræðilega séð, er New York nútímans samsett af fimm hverfum, þar sem rúmlega 8 milljónir manns eru búsettir. En það eru Manhattan, Bronx, Richmond, Queens og Brook- lyn. Þar sem landamörk þessara svæða eru greinilega afmörkuð, er frekari útþensla raunverulega ó- Hafskipalægin í Norðurá, við miðborgina. Auði bletturinn að ofanverðu er Central Park. Fyrsta hafnarbryggjan til hægri er nálægt West 42nd Street

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.