Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 55
Sjómannaheimili í Álaborg
Meðan á byggingu v/s „Óðins“
stóð, dvöldum við nokkrir Islending-
ar í sjómannaheimilinu í Alaborg,
og langar mig til að lýsa því í nokkr-
um orðum fyrir íslenzkum sjómönn-
um.
Hús þetta er nýbyggt, var vígt 9.
nóv. 1958. Það er fjórar hæðir og
kjallari, byggt úr múrsteini með
steyptum loftum og að flestu leyti
líkt nýtízku meðalflokks-hóteli, enda
algjörlega rekið sem slíkt, nema
hvað sjómenn eiga þar forgangsrétt
til gistingar; þangað sækir að auki
til gistingar úr öllum stéttum, og
mun láta nærri, að það sé nú vin-
sælasta „hótel“ borgarinnar.
Þó er það eitt, sem að verulegu
leyti skilur þessa stofnun frá hótel-
um, nefnilega það, hve vel hefur tek-
izt að skapa þar „heimilisanda“, sem
allir virðast kunna vel að meta. Þar
á forstöðumaðurinn, starfsfólk hans
og fjölskylda stærstan hlut að máli,
en að öðru leyti vissulega eðlileg af-
leiðing þess, að oft gista þarna sam-
tímis heilar skipshafnir eða hluti
þeirra.
Þeir, sem fyrr hafa kynnzt sjó-
mannaheimilum, munu minnast þess,
að allstrangar reglur giltu þar um
ýmislegt, t. d. var lokað kl. 12 á
kvöldin og yfir nóttina voru þar lok-
aðar dyr. Þetta er nú úr sögunni á
mörgum stöðum, og mun sjómanna-
heimilið í Álaborg hafa haft þar for-
göngu. Forstöðumaðurinn þar sagði
eitt sinn, að með hækkandi launum
og lífskjörum hefðu sjómenn fengið
meira fé til gæzlu — og gættu þess
betur.
I kjallara hússins eru tvær „billi-
ard“-stofur, ljósmyndaherbergi með
beztu tækjum, smíðaherbergi og lít-
ill samkomusalur til ókeypis afnota
fyrir gestina.
Á 1. hæð eru anddyri, skrifstofa,
lesstofa, dagstofa, borðsalir, eldhús
og íbúð forstöðumanns.
Á 2. hæð gistiherbergi og íbúðir
starfsfólks, og 3. og 4. hæð gistiher-
bergi. Böð og snyrtiherbergi eru 4
á hvorri hæð. Herbergin eru búin
rúmi, skrifborði, skáp og stól, og í
litlu lokuðu anddyri hvers þeirra er
fataskápur og handlaug. Tveggja
manna herbergi eru þar 13 að tölu
(sem nauðsynlegt er vegna þess, hve
mjög það færist í vöxt að yfirmenn
skipa búi þar með konur sínar með
sér), búin tvöföldu rúmi, sófa, skrif-
borði, stólum og baðklefa. Samtals
geta rúmazt 80 gestir. Síðastliðið ár
(1959) bjuggu þar um 2500 sjómenn
lengri eða skemmri tíma, og því nær
jafnmargir aðrir gestir. Þar af voru
t. d. 101 skipstjóri, 209 stýrimenn og
339 vélstjórar.
Ein er sú tegund þjónustu þarna,
sem vert er að minnast á. Það er
geymsla peninga fyrir gestina. Voru
síðastliðið ár geymdar 347 þús. kr.
lengri eða skemmri tíma.
„Indenlandsk Sömandsmission“
heitir félagskapur sá, sem á sjó-
mannaheimilið. Það á samtals 44 sjó-
mannaheimili; þar af 1 í Grimsby og
1 í Thorshavn. Hvert þessara heimila
er rekið sem sjálfstæð stofnun. T. d.
kostaði heimilið í Álaborg IVz millj.
d. kr. Þurfti að taka % af því til
láns, og stendur sjálft undir vöxtum
og afborgunum — enda ber það sig
vel fjárhagslega, þótt öllu verði sé
stillt mjög í hóf. Félagsskapur þessi,
Indenlandsk Sömandsmission, starf-
ar, eins og nafnið bendir til, á trúar-
legum grundvelli. Tvö kvöld í viku
voru því á heimilinu samkomur;
kvöldkaffi, trúarleg hugvekja lesin
og sungnir 2—3 sálmar, og varð ég
þess ekki var, að neinum mislíkaði,
miklu fremur hygg ég, að menn hafi
þá fremur en ella haldið sig heima.
En á hverjum morgni var þar stutt
, ,morgunandakt‘ ‘.
Við áttum þarna hina beztu vist,
og munum seint gleyma — t. d. jól-
unum. Og oft varð okkur hugsað til
þess, hvílíkur þæginda- og menning-
arauki það væri okkur íslenzkum
sjómönnum að eignast slíka stofnun
hér í Reykjavík.
Mér hefur það oft orðið á í þessum
orðum, að minnast forstöðumanns-
ins. Hann, fjölskylda hans og starfs-
fólk lét ekkert tækifæri ónotað til
að sýna gestum vináttu — og átti
það ekki hvað sízt við okkur íslend-
ingana. Lítilfjörlegan þakkarvott
sýndum við um jólin með því að gefa
heimilinu fallega myndabók frá ís-
landi, og seinna með því að bjóða
honum í reynsluferð „Óðins“.
Eg get vel endað þessi orð með
skilaboðum frá honum til íslenzkra
sjómanna.
Hann sagði, að þá væri orðið
þröngt hjá sér, ef hann úthýsti ís-
lenzkum sjómanni.
Jón Einarsson.
Starfsmenn sjómannaheimilisins. Forstöðu-
maðurinn yzt til hægri.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39