Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 58
Þegar haustar að verður karlfuglinn að grafa niður í hauginn um miðjan daginn til þess
að sólarhitinn komist að eggjunum. Hann fyllir upp aftur með sandi sem hádegissólin
hefur hitað upp.
vetrarskúrir. Þegar það er varið gegn
þurrkum og sól, þá byrjar það að
gerjast og hitinn í því vex. Ef vetur-
inn hefur verið sérstaklega þurr og
engin gerð kemur í laufið, yfirgefur
fuglinn hauginn og ungar ekki út
það árið.
Kvenfuglinn fer að verpa í miðj-
um september og hættir snemma í
marz. Hann er aðeins þrjú og hálft
pund að þyngd, en verpir eggjum,
sem hvert vegur um hálft pund.
Fuglinn verpir einu eggi á fjögurra
til átta daga fresti, alls þrjátíu og
fimm eggjum á varptímanum. Eggin
eru sjö vikur að ungast út, og marg-
ir ungar eru skriðnir úr eggjunum
og farnir úr haugnum löngu áður en
fuglinn hættir að verpa.
Allan tímann, sem eggin eru í
haugnum, stillir karlfuglinn hitann
af mikilli umhyggju. Margir fuglar
halda sig við 92° F., en sumir leyfa
hitanum að leika á milli 92° og 95°
F. Þegar útungun lýkur, er holan
hreinsuð og undirbúin á nýjan leik.
Til þess að geta stillt þann hita,
sem náttúran lætur í té, jafn ná-
kvæmlega og raun ber vitni, hlýtur
fuglinn að vera gæddur háþróuðu
hitaskyni. Árið 1952 tók ég mér fyr-
ir hendur að komast að því, hvemig
Mallífuglinn fer að þessu.
Eg komst að því, að hitinn hækk-
aði í haugnum upp í 115° F., ef karl-
fuglinum var meinað að koma þar
nærri, en síðan minnkaði hitinn ótt,
þegar gerjun var lokið. Ég byggði
hauga án lífrænna efna, hitinn í þeim
hækkaði mjög hægt, þegar hitinn var
aðeins frá sólinni, og komst þá aldrei
í 92° F. En þegar hitinn í venjuleg-
um, ótrufluðum haug er orðinn 92°
F., gætir karlfuglinn þess, að hann
fari ekki hærra. Þegar líður á varp-
tímann, verður hann að breyta um
aðferð til þess að hitinn í haugnum
verði ekki of lítill, þó hitinn í jörð-
inni minnki, þá vakir hann yfir gerj-
un og sólarhita og gerir sínar ráð-
stafanir samkvæmt því. Hitabreyt-
ingar á eggjunum verða sjaldan
meiri en 1° F. allan útungunartím-
ann.
Karlfuglinn hagar vinnubrögðum
sínum dag hvern eftir veðri, aðal-
lega er um þrenns konar aðferðir að
ræða. Á vorin verður hann að draga
úr hita af völdum gerjunar í haugn-
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
um. Þá fer hann daglega fyrir birt-
ingu, grefur niður undir eggin í
hagnum, lætur hæfilega mikinn hita
rjúka burtu og fyllir síðan holuna
með köldum sandi. Seinna á sumri
verður sólarhitinn mjög mikill, hit-
inn nálgast eggin, nokkur hiti bætist
við frá gerjun lífrænna efna, þó
gerjun sé farin að minnka um það
leyti árs. Of mikill hiti vofir yfir
eggjunum. Eitthvað verður fuglinn
að gera til þess að draga úr hitanum.
Lítið er hægt að gera til þess að
draga úr gerjunarhita; þá er að fást
við sólarhitann. Á hverjum degi bæt-
ir fuglinn jarðvegi ofan á hauginn.
Eftir því sem haugurinn hækkar, eru
eggin betur varin fyrir sólinni. Loks
fær fuglinn ekki valdið því, að
hækka hauginn meira, hitinn tekur
að læsa sig niður á við og nálgast
eggin. Karlfuglinn heimsækir nú
hauginn vikulega, snemma morguns,
tekur burt allan jarðveginn og breið-
ir úr honum í kalt morgunloftið.
Þegar hann er orðinn nægilega kald-
ur, þekur hann hauginn aftur. Þetta
er erfitt verk en áhrifamikið, til þess
að koma í veg fyrir of mikinn hita
á eggjunum. Hitastigið á eggjunum
helzt stöðugt 92° F. Þegar haustar,
verður fuglinn að fást við gagnstætt
vandamál, nefnilega þverrandi hita
í haugnum. Nú er ekki lengur um
neinn hita frá gerjun að ræða, og
sólarhiti er minnkandi. Þá breytir
fuglinn um aðferð. Áður breiddi
hann úr sandinum snemma á morgn-
ana til þess að kæla hann, oft fyrir
birtingu. Nú kemur hann til haugs-
ins kl. 10 daglega, þá skín sól á
hauginn. Fuglinn hreinsar til næst-
um allan jarðveg úr haugnum og
breiðir úr honum, líkist haugurinn
þá stórri skál, og eru þá aðeins fá-
einir þumlungar niður að eggjunum.
Hið þunna lag, ofan á eggjunum,
safnar nokkrum hita, þegar sólin
skín á það um hádegið, en ekki næg-
ir sá hiti alla nóttina, til þess þarf að
fylla skálina aftur með upphituðum
sandi. Allan heitasta hluta dagsins
vinnur fuglinn við að velta til sand-
inum, sem hann tók úr skálinni, þar
til sólin hefur náð að skína á hann
og hita hann allan. Jafnóðum og
sandurinn hitnar, flytur fuglinn hann
í hauginn aftur. Verkinu hagar hann
þannig, að allt er komið í samt lag
um kl. 4 e. h., þegar sólin er orðin
lágt á lofti.
Við töldum mögulegt, að öll hita-
stillingarstarfsemi fuglsins væri að-
eins partur af ákveðinni hegðun,
sem hefði þróazt fyrir náttúruval til
þess að henta árstíðunum. En þó að
vinnubrögð fuglanna fari eftir árs-
tíðunum, þá eru þau líka breytileg
frá degi til dags. Á sérstaklega heit-
um degi opnar fuglinn alls ekki haug-
inn, en hrúgar meiri sandi ofan á
hann til þess að verja eggin fyrir of
miklum sólarhita. Á sólarlitlum dög-
um á haustin bætir fuglinn líka
sandi ofan á hauginn, til þess að
verja hann fyrir hitatapi. Athuganir
okkar bentu til þess, að fuglinn vissi
hvað væri að gerast inni í haugnum
og að hann hagaði sér þar eftir. Við
ákváðum að komast að því, hvort