Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Qupperneq 60
Heimkynni Stórfætlinga ná yfir stórt svæði á Suður-Kyrrahafi eins og sést á kortinu.
Stórifótur (Megapodius freycinet), sem er útbreiddastur, byggir mismunandi gerðir út-
ungunarhauga eftir staðháttum. Mallífuglinn Leipoa ocellata í Suður-Ástralíu hefur
erfiðustu hlutverki að gegna, hann hefst við á svæði mikilla þurrka, þar sem mjög er
erfitt að láta skógarlaufið gerja.
feður Mallífuglsins hafzt við víðsveg-
ar um skógana og byggt sér lauf-
hauga, líkt og Burstafuglinn gerir
nú. A ísöld komu langvarandi
þurrkatímabil, eyðimerkur og kjarr
myndaðist, þar sem áður voru skóg-
ar. Þá fóru fuglarnir að þekja haug-
ana með sandi til þess að viðhalda
raka og safna hita frá sólinni. Þó sú
náttúruþróun, sem orsakaði haug-
byggingavenjur fuglanna, kunni að
hafa stuðlað að því, að þeir dóu ekki
út, þá varð sú þróun ekki til þess
gera þeim lífið fyrirhafnarlítið. —
Skrýtið er að sjá, hvernig Mallífugl-
inn þrælar hvíldarlaust í steikjandi
sólarhita við að grafa inn í sand-
haug. Þegar allir aðrir hvíla sig og
allt er kyrrt og hljótt, erfiðar hann.
Háttalag Mallífuglsins er þunglama-
legt og gjörsneitt öllu því fjöri, sem
einkennir flesta aðra fugla. Ég hef
persónulega mikinn áhuga fyrir þess-
um fuglum, en engu er líkara en líf
þeirra sé innihaldslítið.
Höfundur: H. J. Frith,
í Scientific American, ágúst, 1959).
Grímui' Þorkelsson.
veður, sem skella yfir, þegar haug-
urinn er opinn, svo allt fer á flot.
Refir og önnur rándýr grafa sig inn
í hauginn og éta mikið af eggjum.
Ungar, sem komast úr eggjunum,
kafna oft, áður en þeir komast undir
bert loft. Þegar á allt er litið, geng-
ur Stórfætlingum ekki betur að unga
út eggjum sínum en fuglum, sem
verpa í venjuleg hreiður.
Hvernig stendur á því, að þessi
tegund fugla tók þessa útungunar-
aðferð upp? Sumir halda því fram,
að þetta sé arfur frá skriðdýrafor-
feðrum þeirra. Þegar hin forsögu-
legu skriðdýr fóru að fá vængi og
fiður, hélt ein tegundin áfram að
grafa egg sín í jörðu, eins og skjald-
bökur, krókódílar og mörg önnur
skriðdýr gera enn í dag. Ég neita að
trúa því, að þetta séu frumstæðar
venjur. Allar athuganir benda til
þess, að útungunaraðferðin sé há-
þróuð og sérhæfð.
Mestar líkur eru til þess, að for-
feður nútíma Stórfætlinga hafi verpt
eggjum sínum í venjuleg hreiður, en
farið að þekja yfir eggin með sandi
eða laufi til þess að fela þau fyrir
ræningjum, þegar þeir fóru frá
hreiðrinu. Nokkrar nútíma fuglateg-
undir gera þetta. Þar sem eggin voru
þakin, urðu minni hitabreytingar á
þeim, og gerjun kom til sögunnar við
aukinn hita. Eftir því sem fuglarnir
sóttu lengra inn í landið, inn í hina
dimmu, þéttu skóga, langt frá sól-
bökuðum sjávarströndum, varð gerj-
unarhiti stærri þáttur í útunguninni.
Með því að athuga sögu loftslags-
breytinga Astralíu fæst skýring á
hitastillingarstarfi Mallífuglsins. —
Mikið var af regnskógum inni á meg-
inlandi Astralíu. Sennilega hafa for-
Frh. af bls. 34.
margar risabylgjur, allt að 15 metra
háar, sem orsökuðu ægilega eyði-
leggingu á nær öllum Austur-Indía-
eyjunum. Yfir 36.000 manns drukkn-
aði og varð bylgjanna að nokkru
vart allt að Cape Horn, eða hálfa
leið umhverfis jörðina.
Hafið rænir landi frá margri
strandlengjunni, en færir einnig
öðrum nýtt land í staðinn. Yfir 1000
milljónir ára hafa lönd og höf tekið
margvíslegum breytingum. Við
ströndina hefur stundum ofurþungi
hafsins kaffært landssvæði; en þess
í stað hefur hafsbotni skotið upp
annars staðar. Toppurinn á Everest-
fjalli, sem er efnislega úr kalksteini,
var einu sinni í örófi alda úrgangs-
efni á hafsbotni.
44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ