Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Síða 61
Um dieselhreyfilinn og framtíð hans
Hin síðari ár hefur hafizt mikið
kapphlaup um að smíða stærri og
hraðskreiðari skip en almennt voru
í notkun fyrir stríð, og á tilsvarandi
hátt hefur orðið að auka vélaaflið
í skipunum. Hefur þetta leitt af sér
harða samkeppni milli eimhverfils-
ins og dieselvélarinnar, einkum fyr-
ir stóru skipin.
Fyrir nokkrum árum var há-
marksstærð dieselvéla í skipum tal-
in um 12.000 hestöfl virk. Nú er
ekkert því til fyrirstöðu að smíða
vélar 25.000 til 30.000 hestöfl, og
gizka margir á, að hámarkinu muni
þar með náð.
Þegar haldið var hátíðlegt 50 ára
afmæli ítölsku Fiat-Grandi-véla-
verksmiðjanna í október síðastliðn-
um, flutti forstjóri fyrirtækisins
Arnoldo Fogagnolo erindi, er hann
nefndi: „Horft inn í framtíðina,
atomorka, eldflaugar og dieselvél-
ar“. Með því að í erindi þessu eru
settar fram skoðanir um gildi diesel-
vélanna, miðað við aðrar gerðir véla,
svo og spádómar um hugsanlega
þróun þeirra í náinni framtíð og
lengra fram, og það af sérfróðum
manni, er ræða forstjórans athyglis-
verð, og birt hér í lauslegri þýðingu
eftir norska vélstjórablaðinu, Norsk
maskin-tidende.
Forstjórinn talaði fyrst um þrýsti-
loftsvélarnar og hinn gífurlega mun
á orku þeirra og hinna venjulegu
hitahreyfla. Bar síðan fram eftirfar-
andi spurningar: Hvaða endurbætur
er hægt að gera á dieselhreyflinum?
Er hægt að sjá fyrir í hvaða átt þró-
un dieselvélanna muni verða? Hver
er ónotuð þróunarhæfni þeirra, og
hvar eru takmörkin fyrir þeim?
Ef vér viljum bregða upp mynd af
framtíðinni, verðum vér að gera oss
grein fyrir því, sem skeð getur í nán-
ustu framtíð eða réttara sagt á næstu
árum, og svo hinu, sem gerist, þegar
lengra líður fram.
A næstu, — segjum 10—15 árum,
munu vélsmiðjur leggja áherzlu á
umbætur á þeim dieselvélategund-
um, sem nú eru fyrir hendi, án þess
að gera tilraunir til stórbreytinga
á gerð þeirra eða notkun. Sparneytni
dieselvélarinnar, en fyrir það hefur
hún frægust orðið, einkum sem
skipsvél, veldur því, að hinar stóru,
hæggengu vélar, verða notaðar enn
um skeið, en þær eru bæði þungar
og rúmfrekar. Með yfirhleðslu, sem
nú er almennt notuð, hefur tekizt að
auka stórlega afköst dieselvélanna,
samtímis því að olíueyðslan hefur
minnkað, á það við bæði um vélar í
skipum og til annarrar notkunar. A
þennan hátt hefur tekizt að ná 2500
hestorkum í strokk tvígengisvélar
með 900 mm þvermáli. Er þetta há-
markið, eða er hægt að komast
lengra? Og er svo er, á hvern hátt
fæst betri árangur?
Vér lítum svo á, að 900 mm strokk-
þvermál sé mark, sem ekki sé sér-
lega hagkvæmt að fara fram úr. Því
má ekki gleyma, að með stækkun
á flatarmáli bullunnar, eykst þungi
hreyfilsins að minnsta kosti í hlut-
falli við aukningu á þvermáli
strokksins í þriðja veldi. Aukið þver-
mál strokksins mundi því auka
þunga vélarinnar miðað við afköst
ískyggilega mikið. Ef vér viljum
auka afköst hinna stóru diesel-
hreyfla, verðum vér að gera það eft-
ir öðrum leiðum en með því að auka
þvermál strokkanna. Hugsanlegar
eru þessar leiðir:
a) Endurbæta kveikikerfið með
fullkomnari innspítingu á eldsneyt-
inu.
b) Endurbæta skolunina í tvígeng-
ishreyflum með betri nýtingu á loft-
inu í strokknum.
c) Með nýjum aðferðum við háa
eftirhleðslu.
d) Með því að auka yfirhleðsluna.
Að því er tvö fyrstu atriðin snertir,
hefur það tekizt á sðari árum að
endurbæta brennsluna verulega, og
lækka eldsneytiseyðsluna. Um 1920
notuðu litlir hreyflar um 250—300
gr. á hestorkustund. Fyrir stríð var
eyðslan komin niður í 180 gr., og
síðan hefur hún lækkað niður í 150
gr. A sama tíma hefur meðalþrýst-
ingur aukizt úr 3 kg á fercentimeter
— sem fyrstu tvígengisvélarnar án
yfirhleðslu unnu með — nú er með-
alþrýstingur 8—9 kg á fercentimeter.
150 gr. eyðsla á virkt hestafl jafn-
gildir, — sé orkunýting vélarinnar
höfð í huga — um 130—150 gr. á
sýndarhestafl (IHK), og er það um
48—50% hitanýting. Nálgast þetta
hina fræðilegu hitanýtingu kerfisins.
Hér má þó hugsa sér einhverjar um-
bætur á, en þær geta naumast orðið
það miklar, að breyta þurfi aðalgerð
vélarinnar þess vegna.
Með breytingu á samanþr.-hlut-
fallinu vinnst heldur ekki mikið.
Orkunýting mun ekki aukast stór-
lega, þó breytt sé frá því sem nú er.
Það litla, sem vinnast kann, tapast
aftur í auknum erfiðleikum við
smíði vélanna. Aukið álag útheimtir
meiri styrkleika.
Þar sem vér teljum ekki fýsilegt
að reyna að leysa vandann með hárri
eftirhleðslu í tvígengishreyflum, með
því að það útheimtir nákvæma út-
reikninga, teljum líklegt, að með
aukinni yfirhleðslu einni saman megi
í senn auka bæði afköst og nýtingu
frá því sem nú er. Ef vér færum í
það að minnka mótstöðuna bæði í
vélinni og snældublásaranum sam-
tímis aukinni strokkkælingu, með
endurbættu skolunarkerfi eða því
um líku, er ekki útilokað, að vér
gætum aukið gildi yfirhleðslunnar,
og það til muna, og á þann hátt aukið
afköst á einingu hverja frá því sem
nú er. Meðalþrýstingur mundi þá
komast upp í 15—20 kg á fercenti-
meter í stað 8—9 kg, en það er nú
algengast.
Vér höfum hugsað oss að fara þessa
leið, en umfram allt vera minnugir
þess, að meginatriðið er að tryggja
öruggan gang vélanna með því álagi,
sem þeim nú er boðið, enda er
það aðalkrafan, sem notendur vél-
anna gera og um leið hin rétta und-
irstaða áframhaldandi þróunar.
Menn eru þegar farnir að rann-
saka áminnstarleiðir til þess að nýta
hærri yfirhleðslu einnig í fjórgengis-
vélum með lítið strokkþvermál eða
mikinn snúningshraða — en það
fylgist að. Með betri fyllingu í
strokkinn, hefur þegar náðst athygl-
isverður árangur, eða meðalþrýst-
ingur um 15—20 kg á fercentimeter.
En vandamálið, sem leysa þarf, er
að tryggja hið sama öryggi, reglu-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45