Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 26
„Enginn sem fyrir verkalýðshreyfinguna starfar má gleyma uppruna sínum" Rætt við Guðmund Hallvarðsson alþingismann sem í fyrra lét af formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur eftir 16 ára feril A síðasta aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur lét Guðmundur Hallvarðs- son af störfum sem formaður þess og hafði hann þá gegnt formennsku í 16 ár. Aður hafði hann veriðgjaldkeri félagsins og er nú ritari þess. / tilefhi af 80 ára afmœli félagsins í haust báðum við hann að rijja upp ýmsa áfanga sem náðst hafa í baráttunnni ogýmislegt sem honum er eftirminnilegt frá þeim langa tíma sem hann og félagið hafa átt samleið. Fer spjall okkar hér á eftir. „Nú þegar líður að því að mitt góða félag, Sjómannafélag Reykjavíkur, fagni 80 ára afmæli sínu, þá vil ég taka fram að árin segja ekki alla söguna, því Sjómannafélagið er síungt“ segir Guðmundur í upphafi máls síns. „Ég hóf störf hjá Sjómannafélaginu árið 1972 þegar ég var kosinn gjald- keri þess og gegndi ég því starfi til 1978 þegar ég tók við formannsem- bættinu af Hilmari Jónssyni. Formaður var ég svo til ársins 1994 en jafnframt starfsmaður til 1991 þegar ég settist á Alþingi. Ég er nú ritari félagsins. Þannig hef ég nú verið nátengdur félaginu í 23 ár. Allur þessi tími er mjög eftirminnilegur og skemmtilegur í minningunni, því þótt stundum blési á móti og maður kæmi heim með fangið fullt af vandamálum, þá er ég ánægður og stoltur vegna þeirra starfa sem ég innti þar af hendi. En á tímamótum er margs að minnast og þá ekki síst ágætra félaga sem ég löngum átti gott samstarf og samband við, því þróunin þessi ár var sú að sjó- menn lögðu leið sína í síauknum mæli á skrifstofuna til okkar. Þar var oft talað tæpitungulaust um málefnin.“ Mikilvægar réttarbætur sem fram náðust „Þegar ég lít til þess sem helst tók umskiptum á þessum tíma verður fyrst fyrir sú breyting sem átti sér stað á tryggingamálum sjómanna. Þar á ég við þegar lögunum um hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns var breytt, þannig að sjómenn hlutu nú betri tryggingu en var. Fyrir 1972 var trygg- ingu sjómanna þannig háttað að væru menn að vinna á dekki og brotsjór reið yfir skipið svo menn urðu örkumla á eftir, taldist slysið af náttúrunnar völd- um - enginn var ábyrgur og maðurinn hlaut engar bætur. En 1972 eru þessi ólög felld úr gildi og var það mikil réttarbót. Þá mun seint gleymast sá ávinningur sem fékkst fram þegar breyting var gerð á uppgjörsmálum fiskimanna. Áður skyldi gert upp við fiskimenn ársfjórðungslega, en nú var samnings- bundið að gert skyldi upp við þá eftir hverja veiðferð. Þarna var um ein- hverja alstærstu breytingu að ræða sem orðið hefur á kjarasamningum fiski- manna. Að vísu hafði þetta fyrirkomu- lag þegar tekið gildi á stóru tog- urunum, en fyrir bátasjómennina voru þetta stórfelld umskipti. Vissulega gekk upp og niður að ná baráttumálum fram og má þar nefna Guðmundur Hallvarðsson: „Ég ákvað að kynna mér þetta sjálfur og að mánuði liðnum var ég kominn út á sjó um borð i skuttogara. “ skiptakjörin, þáttöku í olíukostnaði og svo framvegis. Þá urðu miklar breytingar sem bæði náðu til far- manna og fiskimanna þegar lögunum um veikinda- og slysarétt sjómanna var breytt, en það mun hafa verið 1980. Þá voru sjómönnum tryggð tveggja mánaða staðgengilslaun bæri slys að höndum, en í veikindatilfellum í jafn marga daga og menn höfðu verið um borð í skipinu - þó ekki lengur en í tvo mánuði. Ég man vel þegar umræða um þetta stóð yfir á Alþingi- Þá var svo komið að samgöngunefnd, sem hafði málið til umfjöllunar, var ekki fráhverf því (eftir viðræður við 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.