Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 93
En svo fengum við skeyti um að okkur
E®ri að landa á ákveðnum degi og
lögðum við þegar af stað til Englands.
En þegar við komum að Hvarfi
E'ndum við í ofsaveðri og var mjög
sl®mur sjór. Skipið var dekkhlaðið og
þungt í sjó og man ég eftir því að
Veðrið og sjórinn stóð skáhallt afan á
°kkur. Voru átökin það mikil þegar
sJorinn skall aftan á skipinu að stýrinu
sló út, en við vorum með raf-
Uiagnsstýri. Hef ég aldrei heyrt þess
8etið að slíkt hafi gerst og þegar ég
kafði samband við vélstjórann kom í
þós að það var farið öryggi. Tók sinn
tlrna að laga þetta og vorum við
stjórnlausir á meðan. Það var ekki
þægilegt, því slíkt var veðrið að ekki
varð farið milli lúkars og brúar.
^etta veður stóð í rúman sólarhring og
uáðum við Neptúnus báðir til
Englands og seldi Neptúnus fyrir rúm
Ó000 pund, en við fyrir rúm 14000
Pund.
"Hann liggur fallega núna!"
^áeð Mars var ég aðeins um eitt ár.Ég
Eafði tekið við skip inu um haustið og
vat það vegna þess að skipstjórinn sem
Trir var hafði lent í einhverjum
Utlstöðum við Tryggva og fór í land.
E(1 þegar kemur fram yfir áramót fæ
e8 bréf fiá Friðþjófi Jóhannessyni á
Eatreksfirði og biður hann mig að taka
Við Ólafi Jóhannessyni sem var alveg
vr togari. Hann gyllti þetta mjög
þjfir mér í bréfinu og hét að ég skyldi
3 einbýlishús og góðar viðtökur í
Vlvetna. I barnaskap mínum sýndi ég
tyggva Ófeigssyni þetta bréf, sem ég
ekki hefði átt að gera. Minnti ég hann
a að ég væri lausráðinn hjá honum og
Ódi þvl' taka (Jlaf. En þá svarar
ryggvi: „Þú ferð ekkert frá mér,“ og
’Ók ég svarjg sem svo ag þar meg værj
e§ fastráðinn.
11 þegar við erum að fiska við
rænland um sumarið og komum
e‘m uieð fullt skip stendur Tryggvi á
bryggjunni og segir um leið við hitt-
umst og lítur á skipið: „Ja, hann liggur
fallega núna!“ og átti auðvitað við að
skipið væri vel hlaðið. Svo þegir hann
drykklanga stund og segir síðan: „En
nú verð ég að segja þér upp.“... „Jæja,“
segi ég og verð alveg hvumsa. „Já, ég
verð að taka hann Þorstein aftur.
Hann er búinn að biðja mig svo mikið
um plássið.“
Svo fór um sjóferð þá og get ég ekki
annað sagt en að viðskipti okkar
Tryggva hafi verið svona „upp og
ofan“ að ekki sé fastar að orði kveðið.
Minntist ég þá með nokkurri beiskju
boðs Friðjófs Jóhannessonar nokkru
áður, en þar var þá auðvitað búið að
ráða annan skipstjóra.
Árin á Siglufirði
Eftir þessi óvæntu lok skipstjórnar
minnar á Marsinum tók ég við tog-
aranum Elliða sem gerður var út frá
Siglufirði. Útgerðarmaðurinn var
Sigurður Jónsson og ég hafði alltaf
afbragðs mannskap. Ferill minn sem
skipstjóra á Elliða varð líka nokkuð
langur eða fimm ár og þegar ég gekk
frá borði síðasta sinni var saga mín
sem togaraskipstjóra öll. Ég var orðinn
47 ára og hafði verið 37 ár á sjó — þar
af stýrimaður og skipstjóri í 20 ár —
og fannst að nú væri nóg komið. Ég
fór að vísu marga túra sem afleysinga-
skipstjóri eftir þetta, en það er önnur
saga. Ekki endist ég til að telja upp öll
þau skip sem koma við þann þátt sjó-
mennskuferils míns.
Mér hafði líkað vel að búa á Siglufirði,
en nú voru börnin komin á þann
aldur að þau þurftu að heiman í skóla
og varð það úr að fjölskyldan fluttist
til Reykjavíkur árið 1958.
Tollvörður í 23 ár
„Ég skipti nú algerlega um
starfsvettvang, því ég fór að vinna hjá
Tollgæslunni sem tollvörður. Þar vann
ég það sem eftir var starfsferils mfns
eða í 23 ár alls. Ég var 73 ára þegar ég
hætti. Ég hafði þá átt við vanheilsu að
stríða um skeið þar sem ég féll úr stiga
67 ára og mátti heita lamaður lengi
vel. Þessa slyss ber ég enn merki. Kom
í ljós að ég átti góða húsbændur hjá
Tollgæslunni því þeir hvöttu mig til að
snúa aftur til starfa sem ég gerði sex
mánuðum eftir slysið og vann eftir
það talsvert fram yfir þann aldur þegar
ég hefði átt að vera hættur.
Þegar ég lít til baka tel ég mig hafa
verið heppinn skipstjóra, því aldrei
Gísli og Aðalheiður Halldórsdóttir kona hans. (Ljósm. Sjómannadagsbl./Björn Pálsson)
ÚOiVlANN A DAGS B LAÐIÐ
93