Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 53
' °g lifir enn þann dag í dag! Þá rerum
v'ð að hinni en þá var hún horfin og
Sast ekki meir. Vorum við nú 13 um
borð í bátnum.
Nú tókum við að róa á móti bárunni.
% hef enn ekki getið þess að stærsti
flekinn á skipinu sem var aftast á því
hafði losnað og komist á flot: Yfir á
þennan fleka höfðu komist 17 manns
°§ terum við því í átt að honum. En
þessi fleki var ekki í góðu ástandi og lá
v'ð að hann væri að sökkva undan
fólkinu. Flekinn var smíðaður utan
Una stáltunnur og sumar voru farnar
að ryðga það mikið að sjór komst í
þær.“
^ylgdarskipið kemur til bjargar
»Við sáum fylgdarskipið, sem var
v°pnaður togari, þarna skammt frá og
skildum ekki í að þeir skyldu ekki sigla
að flekanum og taka fólkið upp. Helst
^ettur mér í hug að ástæðan hafi verið
að þeir hættu sér ekki á sama stað og
v'ð höfðum orðið fyrir árásinni. Og
þar sem þeir gáfu okkur engan gaum
ðatt einhverjum í hug að setja upp
Seglið á bátnum og halda af stað til
Londonderry. En sú tillaga fékk ekki
þljómgrunn svo við héldum áfram.
Sáum við þá að fylgdarskipið er tekið
að sigla rólega í átt að flekanum. Tóku
þe*t alla af flekanum um borð og
þéldu að því búnu til okkar og tóku
oltkar fólk um borð.
Var nú haldið með okkur til bæjar sem
fefnist Stranrear og er utarlega í
^lyde-firðinum. Þar var okkur komið
^rir í hermannaskálum og vorum við
þar um nóttina. Blessað fólkið þarna
var mjög hjálplegt og safnaði fatnaði
þanda þeim sem verst voru klæddir og
aðstoðuðu okkur á alla lund. Daginn
eftir var okkur smalað saman upp í
rutu 0g haldið með okkur á járn-
þrautarstöð og flutti járnbraut okkur
úl Glasgow. Þaðan flutti sama eða
°nnur lest okkur síðan til Edinborgar.
1 Edinborg var viðdvölin þó ekki löng,
Þann 21. febrúar sl. komu margir þeirra saman sem enn lifa af þeim er af komust í
Dettisfossslysinu fyrir 50 árum. Samkoma þeirra var á Hótel Borg og var margs að minnast.
1fremri röð eru: Anton Líndal, Baldvin Ásgeirsson, Ásgeir Magnússon, Ólafitr B. Ólafsson,
Tryggvi Steingrímsson og Bjarni Árnason. íafiari röð: Gísli Guðmundsson, Geir J. Geirsson,
Erlendur Jónsson og Davíð S. Jónsson.
því senn var farið að undirbúa flutning
okkar til Leath, en þar var Brúarfoss
staddur og skyldi hann flytja okkur
heim.“
Heim með Brúarfossi
„Afgreiðslumaður Eimskip, McArthur,
var kominn til Edinborgar að taka á
móti okkur og lét hann sér mjög annt
um okkur. Við áttum að fara með
strætisvagni til Leath, en McArthur
gerði sér svo mikið far um að aðstoða
okkur að hann fór einar tvær ferðir
með skipbrotsmenn f litlum Ford
Junior bíl sínum til Leath. Gerði hann
það til þess að flýta fyrir flutningnum.
Um borð í Brúarfossi var ágæta vel
tekið á móti okkur. Allir voru auðvitað
peningalausir og allslausir. En okkur
voru útvegaðir skömmtunarseðlar og
Eimskip fékk okkur gjaldeyri svo við
gætum keypt það sem fyrir skömmt-
unarseðlana mátti fá, föt sem annað.
Gilti það bæði um skipshöfn og far-
þega, þótt strangt tekið bæri félaginu
aðeins að annast áhafnarmennina, því
sendiráðið átti að aðstoða farþega.
Ekki man ég hve marga daga við
urðum að bfða uns Brúarfoss lagði af
stað heim, en þeir voru nokkrir.
Heimsiglingin gekk með ágætum og
ekki frá neinu minnisstæðu að segja
frá henni.“
Sökk á fimm til átta mínútum
„Sem kunnugt er fórust 15 manns í
Dettifossslysinu, en 30 björguðust.
Flestir þeirra sem fórust höfðu hafst
við frammi í skipinu. Menn voru að
borða morgunverðinn klukkan
hálfníu, því þá voru vaktaskipti og
sumir voru að tygja sig til þess að fara
aftur í - þeirra á meðal kyndarinn
Helgi Laxdal, sem var á leið aftur eftir
á sína vakt. Merkilegt er þó að tveir af
þeim mönnum sem voru frammi í
komust nær óskaddaðir frá þessu.
Annar var Kristján Símonarson háseti
sem var í efri koju stjórnborðsmegin
fremst. Hann komst af heill á húfi.
Hinn var Kolbeinn Skúlason kyndari
sem var bakborðsmegin í aftasta her-
berginu. Hann bjargaðist líka. Urðu
þeir þó að klofa yfir spýtnabrak og alls
kyns dót, því lúkarinn var ein rúst.
Björgun þeirra þótti ganga kraftaverki
næst...
jJÓfvlAN NADAGSB LAÐIÐ
53