Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 122
Ævintýralegur eltingaleikur
við landhelgisbrjóta
Fyrir réttum 40 árum eða sunnudaginn
3. júlí 1955 var belgíski togarinn Van
Dyck 0-298 tekinn að meintum ólög-
legum veiðum austan við Ingólfshöfða
fyrir samvinnu þriggja flugvéla og varð-
skips. Takan og eftirfórin tók langan
tíma og endaði með því að varðskipið
Þór kom með togarann til Reykjavíkur
þar sem skipstjóri togarans var sóttur til
saka og dœmdur að íslenskum lögum.
Eftirfarandi frásögn skráði Guð-
mundur Gíslason Hagalín rithöf-
undur eftir Garðari Pálssyni 1. stýri-
manni á varðskipinu Ægi skömmu
eftir að atburðirnir áttu sér stað:
„Daginn sem varðskipið kom með
togarann til Reykjavíkur“ segir
Guðmundur í upphafi skrásetningar
sinnar, „hitti ég á götu Garðar Pálsson,
sem nú er fyrsti stýrimaður á varðskip-
inu Ægi. Hann er gamall vinur minn
frá Isafirði, var tíður gestur í Bókasafni
Isafjarðar og nemandi minn í bók-
menntasögu og notkun bókasafna í
Gagnfræðaskóla ísafjarðar. - Hann er
sonur Páls Hannessonar skipstjóra, en
Páll er Arnfirðingur í móðurkyn og af
sömu ætt og þeir skipstjórarnir
Sigurður Símonarson og Markús
Bjarnason fyrsti skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, en báðir
gerðust þeir forystumenn um þil-
skipasjómennsku hér syðra. Garðar er
skyldur Markúsi Bjarnasyni bæði í
föður- og móðurætt. Móðir Markúsar
Bjarnasonar var langömmusystir
móður Garðars. Ég tók Garðar
Pálsson tali og vék að töku togarans,
enda hafði Garðar verið aðalfulltrúi
Landhelgisgæslunnar í flugvél þeirri
sem lengst sveif yfir togaranum.
Þar kom máli okkar að ég bað Garðar
að lofa mér að skrifa eftir honum
frásögn af töku togarans - og kvað
hann það velkomið, og síðan skráði ég
eftir Garðari þátt sem ég nefndi í lofti
og á legi. Ég fékk einnig að skrifa eftir
honum frásögn af viðureign við rúss-
nesk síldveiðiskip, sem tekin voru í
landhelgi fyrir fáum árum, og var þar
aðstaða lagavarðanna ærnum frum-
stæðari en þegar þreytt var við hinn
belgíska þrjót í þremur flugvélum og á
vel búnu varðskipi, sem skríður allt
upp í 18 sjómílur. Frásögnina af töku
Rússanna kallaði ég Mikið má ef vill.
(Þess skal getið að þessi spennandi
fráögn birtist í Sjómannadagsblaðinu
á fyrra ári - innsk.)
í lofti og á legi
Klukkan rúmlega 11 fyrir hádegi
sunnudaginn 3. júlí 1955 var farið i
gæsluflug frá Reykjavík á flugvélinni
Glófaxa, sem er eign Flugfélags
íslands. Yfirmaður í flugvélinni af
hálfu Landhelgisgæslunnar var Guð-
mundur Kjærnested og honum til að-
stoðar var Erling Magnússon. Guð-
mundur starfar eingöngu að flug'
gæslu, en Erling er annar stýrimaður a
varðskipinu Ægi. Flugstjóri var Pétut
Pétursson og aðstoðarflugmaður Ólaf'
ur Indriðason.
Flugvélin flaug austur með landi og
Van Dyck að veiðum - sem sjá má eru togvírarnir úti.
122
SJÓMANNADAGSBLAPlg-