Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 52
einnig. En þá hafði einhver losað tóið
í talíunni sem þurfti til að koma henni
út, en þetta tó þurfti að vera fast.
Báturinn var skorðaður ofan á stól og
þetta lausa tó gerði nú ómögulegt að
lyfta honum upp af stólnum. En
meðan ég er að snúast í kring um þetta
er skipinu farið að halla það mikið að
skuturinn á lífbátnum var kominn
langt út yfir bátadekkið. Fyrir vikið
vildi svo vel til að báturinn rann
sjálfkrafa úr stólnum og út í sjó!
Mér datt fyrst í hug að klifra upp á
ugluna og láta mig síga þaðan niður í
bátinn — en þess gerðist ekki þörf:
skipinu var tekið að halla svo mikið að
það var eiginlega slétt af bátadekkinu
og út í bátinn. Því mátti stökkva út í
hann á réttu róli — og það gerði ég.
Ur bátsstefninu var fest svonefnd
fangalína í yfirbygginguna á skipinu.
Til þess að losa bátinn frá línunni
þurfti að slá fleyg úr lykkju og þar með
hefði báturinn orðið laus. Vík ég að
þessari línu hér á eftir.
Ólafur Tómasson ætlaði nú að
stökkva út í bátinn til mín, en
báturinn slóst svo mikið til að Ólafur
lenti á milli bátsins og skipssíðunnar.
Var ekki annað sýnna en að hann
mundi kremjast þarna í milli — en til
allrar hamingju tókst mér að ná til
hans og draga hann upp í bátinn.
Kom nú hver maðurinn af öðrum og
stökk út í bátinn til okkar, bæði far-
þegar og skipverjar.
En nú lá við að illa færi: Aftari uglan
sem var skrúfuð út kræktist inn yfir
borðstokkinn á bátnum og var stór
hætta á að hún mundi hvolfa honum.
Rauk ég þvf til og reyndi að losa
böndin af blökkunum á henni, en
þetta voru gríðarstórar margskornar
blakkir. A þeim var handfang til að
halda í og sleppikrókur, en ég fékk
engu áorkað, enda kunni ég lítt á
þennan útbúnað. Skreið ég því niður í
kjöl á bátnum og reyndi að losa
krókinn á blökkinni af málmlykkju í
bátsbotninum og fyrir eitthvert glópa-
lán tókst mér það. En þá var sú raunin
eftir að koma þessari gríðarþungu
blökk upp úr bátnum. Þetta tókst mér
með einhverju ógurlegu átaki og þar
með gátum við ýtt bátnum frá.“
Dettifoss hverfur í djúpið
„En rétt í því er ég hef komið blökk-
inni út fyrir rís Dettifoss upp á endann
með stefnið niður og stendur beint
upp í loftið. Sáum við hvar sjórinn var
tekinn að vætla niður reykliáfinn á
skipinu, en brúin var þegar komin í
kaf. Enn var línan úr bátsstafninum
sem ég gat um föst við brúna. En til
allrar hamingju hafði einn af far-
þegunum, mig minnir að hann hafi
verið Páll Melsted, fundið öxi og hjó
nú sundur lfnuna í einu vetfangi. Þar
með var báturinn að fullu laus frá
skipinu. I sama bili byrjuðu þessir
lifandis, óskapa skruðningar í skipinu
og við fundum þennan ógurlega
loftþrýsting frá því. I sama mund
stingst Dettifoss niður og sá ég að
skrúfan snerist enn. En það síðasta
sem hvarf í djúpið var íslenski fáninn -
- og það get ég sagt þér að var
ógleymanlega dlfinning. Því verður
ekki með orðum lýst — maður varð á
einhvern hátt svo tómur allur saman.
AJlt var svo snautt og autt og manni
fannst maður vera svo mikill ein-
stæðingur á þessu augnabliki...“
Tveir á fleka
„Meðan á þessu stóð sáum við fólk
bera að, eins og ég sagði. Þeirra á
meðal var Jón Bogason bryti. Hann
stóð þarna við 3-lúguna og sömuleiðis
Nikólína Kristjánsdóttir þerna. Jón
tók sjórinn þegar skipið sökk, en
Nikólínu náðum við upp í bátinn. Það
fyrsta sem mér datt í hug var að róa að
Jóni, því ég sá vel hvar hann flaut. Við
settumst undir árar og tókum að róa í
átt til hans — en skildum ekkert í því
að skyndilega sást hann ekki lengur!
Það var sama hvernig við skimuðum
og skyggndumst um og var þetta þvl
skrýtnara, þar sem hann var í lífbelu
og hefði átt að vera á floti.
Við sveimuðum þarna um án árangur5
og loks rerum við frá. Það næsta sern
við sáum var fleki sem bundinn hafð’
verið við vantinn við frammastrið a
skipinu og hafði hrokkið á flot við
sprenginguna. Á flekanum sáum við
að voru tveir menn. Við tókum að roa
til þeirra en sáurn þá mikið brak ur
skipinu sem við könnuðumst við að
var farmur úr framlestinni - síga'
rettukarton og allt mögulegt annað.
Við reyndum að sjá hvort einhver vseri
lifandi á floti innan um brakið - en við
sáum ekki neitt. Rerum við því áfran1
að flekanum og á honum voru Tryggvl
Steingrímsson þjónn og Theódór
Helgi Rósantsson farþegi. Tókum við
þá um borð, en áður kallaði ég ril
Tryggva að taka með sér hlífðarföt,
teppi, vistir og annað sem átti að vera
í kassa um borð í flekanum. En enga11
kassa var að sjá! Kom á daginn seinna
að flekinn flaut á hvolfi og var þessl
kassi á þeirri hlið flekans sem niðu'
sneri.“
Tvær konur
„Enn rerum við frá og þegar róið hafð*
verið nokkurn tíma sáum við tvaer
kvenpersónur á floti í sjónum og voru
báðar á grúfu. Eg sagði að við skyldurn
fyrst taka þá sem fjær var, því okkur
mundi reka niður að hinni á meðan
við tækjum hana upp. En svo undar-
lega vildi til að þegar við komunt að
þeirri konunni sem nær var sló bátn'
um flötum. Þessir lffbátar voru ekk1
léttir að róa og var því ekki um annað
að ræða en taka hana fyrst um borð-
Ekki datt okkur annað f hug en aö
hún væri dáin. En svo merkilega viU1
til að þegar við förum að hnoðast nteð
hana tekur hún að umla og eft11
frekara hnoð tekur hún öll að lifna við
52
SJÓMANNADAGSBLAÐjU