Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 124
Að loknu samtalinu fór Pétur
Sigurðsson til fundar við forseta
Islands, sagði honum fréttirnar, kvað
Van Dyck hafa komið til sögunnar
þessu sinni á ekki sem heppilegustum
tíma, þar eð eini möguleikinn á sam-
fundum við þennan gamla kunningja
Landhelgisgæslunnar mundi sá að Þór
færi í austurveg. Forseti sagði þegar í
stað að sjálfsagt væri að leysa Þór
undan öllum skyldum við sig og
mundu þau forsetahjónin fara flug-
leiðis til Reykjavíkur.“
Þór Iætur úr höfn - Snæfaxi
leysir Glófaxa af hólmi
„Forstjórinn þakkaði forseta íslands
og fór nú til fundar við skipherrann á
Þór, Eirík Kristófersson, og tjáði
honum hvað nú væri í efni. Eiríkur er
Barðstrendingur, fæddur á Brekkuvelli
á Barðaströnd árið 1892. Hann varð
snemma sjómaður, tók skipstjórapróf
árið 1918 og hefur verið skipherra á
Eiríkur Kristófersson skipherra.
varðbátum og varðskipum ríkisins
síðan 1926. Hann hefur háð marga
hríð við landhelgisbrjóta, stundum á
lélegum fleytum, þótt búnar hafi þær
verið fallbyssu. Eiríkur er mikill og
góður sjómaður, úrræðagóður kjark-
maður og skyldurækinn mjög. Brosti
hann í kamp þegar hann heyrði hvað
til stóð og skyldu nú leystar land-
festar. En klukkan hálffjögur hafði
Glófaxi á ný samband við Pétur
forstjóra. Var honum tjáð að trú-
naðarmenn hans í flugvélinni hefðu
gert nýjar staðarákvarðanir sem
staðfestu fyrri mælingar þeirra, og
væru togararnir enn að veiðum í land-
helgi. En nú væri svo mjög að þrotum
komið eldsneyti flugvélarinnar að
nauðsynlegt væri að önnur flugvél
kæmi og tæki við gæslunni eins fljótt
og auðið væri.
Pétur Sigurðsson náði nú í samband
við Reykjavík. Talaði hann við
Gunnar Bergsteinsson, sem er
sjómælingamaður og starfsmaður
Landhelgisgæslunnar. Forstjórinn
tjáði honum málavöxtu og fól honum
að fá aðra flugvél til að taka við af
Glófaxa.
Klukkan um fjögur lét Þór úr höfn i
Vestmannaeyjum og stóðu þeir báðir a
Þór leggur úr höfn.
124
SJÓMANNADAGSBLAÐIP