Eimreiðin - 01.10.1938, Side 18
302
I SVARTADAL
EIMRBinlN
fjall og gekk inn um þær dyr, sem næstar voru, — en það voru
dyrnar á steinhúsinu. Enda var það ekki nema sjálfsagt að ég
berði á þær dyr, þar sem mannamál heyrðist innan við og
ljós skein um glugga við þær. En þegar ég opnaði hurðina,
sátu þar þrír menn og drukku kaffi og spíritus.
„Hér sé guð,“ sagði ég.
Fyrir innan borðið, fjærst mér, sat ungur maður, feitur og
rjóður í andliti, með hátt, gáfulegt enni. Hann hafði dregið til
sin píanó-stól og lagt háða fæturna upp á hann, hallaði sér
aftur á bak og reykti pípu. — Það var séra Jóhannes.
Til hægri liandar við horðið sat enn þá yngri maður, grann-
vaxinn og magur, með nokkuð djúpa drætti í andliti, hvítt hár
og hvítar augabrúnir og stálgrá, hörð augu. Hann Ieit hvast á
mig og rannsakandi. — Það var Árni læknir.
En húsbóndinn sjálfur, Konráð, stóð á miðju gólfi; hann var
yngstur af þeim öllum, hár maður og þrekinn nokkuð; sívahu'
og kraftalegur, en einhver þreytuskuggi yfir unglingslegu and-
litinu —• þrekleysis-raunasvipur —, og þó brosti hann.
Þeir litu allir á mig, þegar ég kom inn og sagði „hér sé guð,‘
og svo lokaði ég hurðinni á eftir mér.
„Ég ætlaði að hiðja húsbóndann um gistingu í nótt, fyrst uffl
sinn aðeins í nótt,“ sagði ég.
„Velkomið,“ sagði Konráð og rétti mér höndina, heita og
dálítið raka af svita, „en hver eruð þér, maður minn?“
Ég sagði honum það, og þá kannaðist hann þegar við núg-
— Ég var orðinn frægur þar um allar nálægar sveitir fynr
þýzkukenslu hjá sýslumanni einum i nágrenninu. Þeir könn-
uðust við mig, manninn, sem hafði verið að kenna sonuni
sýslumannsins þýzku þá um veturinn, — uppgjafasjómann og
ferðalang, sem margt vissi. Guð veit, hvað á daga rnína hafði
drifið áður meir og hver ég í rauninni var, kynleg persóna,
sem kom einhversstaðar að, utan úr myrkri.
Svo heilsuðu hinir mér með handabandi, og mér var sagt
hverjir þeir væru.
Mér var boðinn matur, en ég hafði ekki matarlyst. — Mer
var boðið kaffi og spíritus, og sjálfum mér til nokkurrar undr-
unar þáði ég ]iað. Eg var þetta kveld sólginn í það, og ég þakk-
aði hamingjunni fyrir að það var til.