Eimreiðin - 01.10.1938, Síða 22
366
1 SVARTADAL
F.IMBF.IÐlS
Hann lá eins og bjarg á öxlunum á mér og á brjóstinu.
í því lét ein skrúfan eftir, svo önnur og þriðja — eilítum
guði veri lof og dýrð! Kistan var að opnast.
En þá fann ég að eitthvað skelfilegt var að læðast aftan a®
mér. Það kom utan úr eilífðinni og óendanleikanum, það vai
náttúrulögmálið sjálft, sem ekki lætur að sér hæða, það vai
hefndin fyrir að fremja það, sein frá alda öðli hefur veri®
ákveðið, að ekki verði framið.
Ég sneri mér við. —
Á glugga, bak við mig, sá ég hönd, sem strauk vatnið af rúö'
unni, eða döggina.
Ég reyndi af öllum lifs og sálar kröftum að snúa mér við>
að kistunni aftur og ljúka við að opna hana, þrátt fyrir alt>
áður en það kom, sem átti að afstýra því.
Því það mátti enginn sjá það.
„Guð vertu mér syndugum líknsamur!“
En ég gat það ekki. Ég var alveg máttlaus, lémagna, högS'
dofa. —
Og svo sá ég andlit, stórt andlit, ineð tveim svörtum blettun1’
sem störðu og störðu — en meira sá ég ekki.
Andlit með tveim svörtum blettum sem störðu — störðu a
mig og kistuna.----------
III.
• \í 2
Þegar ég vaknaði af þessu móki, sat ég uppi í rúnunu. r
verkjaði í fingurna og upp eftir handleggjimum eftir átöku1
við að ná kistunni upp. Ég nuddaði höndina í hálfsvefni. °o
þessi sári, óþægilegi verkur hvarf óðara. Ég var sveittur, en
það var samt kalt inni. Daufur tunglskinsgeislinn á þilinu hatð'
lítið færst til, þetta hlaut að hafa verið aðeins örstutt stunú,
sem ég svaf — eða mókti, þótt mér fyndist það svo langt-
Dauðaþögn. —
Um stund. — Svo brakaði í einhverju frannni á ganginuuu
örlítið brak, — svo aftur. Eins og einhver væri að læðast un
þetta stóra, þögla hús. — En hér var ég gestur í litlu ltvisthe1
bergi og þekti engan. Gestur — sem dreymdi óþolandi drauin* >
af því að ég gat ekki gleymt þvi, sem gerst hafði nóttina úðui
Ó, að þetta lif hefði heldur verið gefið einhverjum öðrum 1