Eimreiðin - 01.10.1938, Síða 24
368
I SVARTADAL
eimreiðin
Ég sneri mcr að þeim, sem nú kom, það var önnur kona.
Mér flaug snöggvast í huga, að einhverntíma hefði mér þótt
þetta æfintýri og undarlegt -— allar þessar næturheimsóknir-
— Eitthvað var að gerast hér i Svartadal. —- Eitthvað, sem at-
vikin höfðu flækt mér inn í, snöggvast.
„Afsakið þér,“ sagði hún, og var fát á henni, „ég — ég,
kom ekki einhver hingað inn?“
„Jú, þér!“ sagði ég og brosti, „og það er alveg nóg.“
„Hvað meinið þér?“ sagði hún og leit snögt á mig. Ég var
kominn á milli hennar og dyranna, lokaði hurðinni. „Meina
ég,“ sagði ég, „ýmislegt. — Ég er gestur hér í Svartadal, nætur-
gestur hjá Konráði bónda. — Hvað eruð þér að gera hingað
inn til mín um hánótt?“
Hún stóð þarna, frammi fyrir mér, i grænum slopp með bera
handleggi, há og fögur og undrandi, með lampa í hendinm-
„Ég veit ekki hvað þér haldið,“ sagði hún vandræðalega-
„Nú, það er varla nema um eitt að ræða,“ sagði ég hlæjandi-
„Þér hafið gengið í svefni. Á ég að fylgja yður þangað, sem
þér sofið?“
„Það þarf ekki,“ sagði hún. „Það er ekkert að mér. Mei
heyrðist umgangur, og ég ætlaði að vita hvað það var. Ég vissl
ekki, að þér svæfuð hér. Hélt þér svæfuð í öðru herbergi- Eg
er kona Konráðs.“
„Gleður mig að sjá yður,“ sagði ég, og vék mér frá hurðinnn
þótt það sé á dálítið óvenjulegum tíma dags. Ég verð líkleg11
farinn áður en þér komið á fætur í fyrramálið og nota tæk1"
færið til þess að þakka yður góðan beina.“
„Góða nótt,“ sagði hún, „mér þykir fyrir að hafa ónáðað
yður. Sofið vel og, ef yður liggur ekki mikið á, þá hvílið yðu'
hér á morgun.“ Hún tók í höndina á mér, tignarleg og há, aug
un hvörfluðu aftur rannsakandi um herbergið — svo fór hun-
Fótatakið dó út, — hurð var opnuð og lokuð, einhversstaða1
— svo þögn.
IV.
Órólegur og slitróttur morgunsvefn er smátt og sinátt a
breytast í tilbreytingarlausan og gráan veruleikann — eins °
skammdegisnótt í gráan dapran dag.