Eimreiðin - 01.10.1938, Síða 30
374
BRAUTRYÐJANDI
EIMHEIÐI*
kirkjan lagði í það orð. Jafnskjótt sem tekið er að beita sömu
ströngu gagnrýninni við ritninguna og önnur forn rit, rýrnai
sönnunargildi hennar í augum þeirra manna, sem verða að
þreifa á til þess að geta trúað. Um þessar mundir verður af'
staða manna gagnvart ritningunni að minsta kosti nieð
þrennu móti: Einn flokkurinn, sem ef til vill er fjölnrenn-
astur í fyrstu, snýr við henni bakinu. Annar heldur dauðahalö1
í bókstafsinnblástur hennar og beitir sér gegn rannsóknunum
á ritum hennar. En þriðji flokkurinn heldur rannsóknununi
áfram og leggur af alúð rækt við að kornast að því sanna 1
þeim, jafnvel þótt sannleikurinn komi stundum óþægilega
ýmislegt það, sem áður var talið heilagt og óskeikult. Þó í1®
Haraldur Níelsson teldi sig sjálfur í flokki hinna „rétttrúuðu
um það leyti sem hann lauk háskólanámi, var hann P°
snennna einn af þeim, sem vildu rannsaka og taka fult till'1
til þess, sem biblíukrítikin leiddi í ljós. Þessarar tilhneiginga’
hans verður t. d. vart í ritdómum hans um Biblíuljóð SL'ia
Valdemars Briern í Eimreiðinni 1897 og 1898, en þeir ritdómar
og greinar þær, sem hann reit um sama leyti í tímaritið t/er^i
Ijós! mun vera það fyrsta, sem til er eftir hann á prent'-
Eftir að hann tók að vinna að biblíuþýðingunni mun hana
fyrst fyrir alvöru hafa séð, hve margt í ritningunni hlaut ^
hrynja fyrir hinni sögulegu gagnrýni. A því starfi byrJa
hann árið 1897 og vann að því að mestu óslitið í tíu ár, nen'a
veturinn 1899—1900, sem hann dvaldi við framhaldsnám
háskólanum í Halle á Þýzkalandi og í Cambridge á Engla111
Fékk hann til þessarar farar 800 króna styrk frá háskólanu1^
í Kaupmannahöfn, aðallega í því skyni að fullkomna sl» ^
hebreskri tungu og öðrum fræðum, er sérstaklega hitu
Gamlatestamentisvísindum. Það er óþarfi að taka það tiu11
að enginn íslenzkra guðfræðinga, lífs eða liðinna, mun * ,
öðlast jafnvíðtækan sögulegan og bókmentalegan skilnin»
ritum biblíunnar, einkum Gamla-testamentisins, eins og hau
Mótsagnirnar og ósamræmið í sumum frásögnum ritningai 11111
gat ekki dulist jafn lærðum og nákvæmum athugara og h*1^
var. Ef hann hefði ekki kynst sálarrannsóknunum einnútt u^
það leyti sem biblíuþýðingarstarf hans stóð sem hæst, ei ' ^
ert líklegra en að hann hefði hlotið að hafna ekki a®c