Eimreiðin - 01.10.1938, Side 34
37>S
BRAUTRYÐJANDI
eimkeiðin
orðið sjónar- og heyrnarvottur að flestum hinum margvíslegu
miðlafyrirbrigðum. Fjölda ritgerða skrifaði hann bæði í út-
lend og innlend hlöð og tímarit um þessi efni. Hann sótti í
tvígang alþjóðaþing sálarrannsóknamanna og flutti þar fyrir-
leslra, sem vöktu mikla athygli. Eftir fyrra þingið, sem háð
var í Kaupmannahöfn 26. ágúst til 5. september 1921, hélt
hann fyrirlestra um málið í Danmörku, og komu þeir síðan út
í sérstakri hók undir nafninu: Kirken og den psykiskc
Forskning. Síðara þingið, sem hann sótti, var háð í Varsjá
29. ágúst til 5. september 1923, og flutti hann þar erindi una
„reimleikafyrirbrigði í sambandi við miðil, athuguð um lengi'*
tíma, sum í fullu ljósi“. Á íslenzku komu út eftir hann u®
málið bækurnar Kirkjan og ódauðleikasannanirnar, Hví slser
þú mig I—II og auk þess prédikanasafn hans, Árin og eilífðiri,
þar sem vikið er að sálarrannsóknunum svo að segja á hverri
blaðsíðu, enda voru prédikanir þær, sem hann flutti hálfS'
mánaðarlega i Frikirkjunni í Reykjavík um nálega fjórtán
ára skeið, allar meira og minna mótaðar af áhrifum þeim, sein
árangur sálarrannsóknanna hafði haft á lífsskoðun hans. Hann
var í miklu áliti meðal erlendra sálarrannsóknamanna fyr,r
reynslu sína og starf í þágu málsins og var auk þess persónu-
lega kunnugur ýmsum helztu leiðtogum þeirra, einkum í Eng'
landi. Fyrir íslending var ekki hægt að fá betri meðmæli til
enskra tilraunamanna en frá honum. Meðmæli hans opnuðu
manni aðgang að tilraunafundum þar í landi, sem annai’S
hefði ekki verið unt fyrir ókunnuga að fá aðgang að. Hann
reit alloft í blaðið I.ight, aðalmálgagn þeirra sálarrann-
sóknamanna á Englandi, sem telja framhald lífsins sannað-
Hann var og tekinn að rita í þýzka tímaritið Revalo-Bund>
samkvæmt tilmælum frá ritstjóra þess. En það tímarit var þa
talið eitt með beztu þýzku tímaritunum, sem fjalla um sála1'
rannsóknir og spíritisma. Það er ekki ofmælt sem dr. Richai'ú
Hoffmann, prófessor við háskólann í Vinarborg, segir um Har-
ald Níelsson í formála þeim, er hann reit að þýzku útgáfuniu
af bók hans, Kirken og den psykiske Forskning: „Enginn getm
neitað jivi, að höfundurinn (H. N.) sé, el'tir þá miklu reynslu.
sem hann hefur fengið í þessum efnum, einn af þeim núlif
andi mönnum í heiminum, sem mesta hafa þekkingu á mið