Eimreiðin - 01.10.1938, Blaðsíða 37
r|mheið!n
kvæði.
Eftirleit.
I.
Eí'tir Ólaf Jóh. Sigurðssort.
Hann lagði af stað í leit að týndum sauði,
þá lyngsins kvisti faldi mikið hjarn.
í malnum hafði hann lítinn bita af brauði,
broddstaf í hendi.
— Aldurhniginn — en þó vonglatt barn.
Á bak við skeggið brosir hann í leynum:
Bygðin er horfin, reykir sjást ei meir.
Oræfin blasa, vængjuð vetrarþeynum,
válynd og hljóð ....
Hvert andartak í auðnarhafi deyr.
Hann hvetur sporið, hvessir þungar brúnir,
og hvikul augun leita þreytulaust.
Sem vilji hann lesa fornar fjallarúnir
og fá að vita
um sauðinn væna, er var hér snemma í haust.
Og það er gáð í giljum, brekkum, lautum,
og gengið hratt um þetta mikla svið.
Fetað með ró á hálum banabrautum,
bitið á jaxl.
Og niður hlíðar stokkið. Staldrað við.
Hann minnist dals. í krika krappra ása
kjarngóðar jurtir vaxa sumar hvert,
°g þar er gaman fyrir fé að rása,
fengur og skjól. —
• •. Vinur minn kær! Nú veit ég hvar þú ert!
II.
Loks nær hann þangað, þreyttur, vegamóður,
og þorir varla að líta hin grónu börð . ..
Á dalsins brún hann stendur hnípinn, hljóður,
horfir lengi
á yfirgefna og auða vetrarjörð