Eimreiðin - 01.10.1938, Page 38
382
TVÖ KVÆÐI
EIMREIÐl*
Og síðan önnur ályktun er dregin,
og aftur verður sérhver hreyfing snör:
Ekkert hér. Nei, hann er hinumegin
við hnjúka þrjá . . .
Og holt væri nú að hraða sinni för.
Sjá gamlan hirði reika á reginfjöllum
rokkna slóð, því dimman snýr ei við;
fátæka manninn, fjarri bygðum öllum,
fjúk er í nánd . . .
Og loðinn rakki lötrar við hans hlið.
III.
I stórri urð á eyðilegu svæði,
við afdrep þröngt, er móti suðri veit,
tvær beinagrindur blása í ró og næði.
. . . Og brotinn stafur
vitnar um hina vösku eftirleit.
Smaladrengur,
Það birtist enn í bliki morgunsólar
þitt bernskuland.
I björtu skini bára vatnsins fellnr
við bleikan sand. —
Og lítill smali gengur græna teiginn
og glöðum augum horfir fram á veginn,
og syngur hátt um sínar djörfu þrár
með sólarglit um brár.
Og náttúran af næturblundi vaknar
við nið og kvak.
Og víðiangan, vorsins blámi í Iofti
og vængjablak. —
I daggarljóma dýrar hallir skína,
og draumalandið fyllir vitund þína.
— Þú styðst við prikið, starir yfir sveit
og strengir göfug heit.
Og sumarblær við lokka þína leiknr
hinn langa dag.
Og óþekt líf í brjósti þínu brumar,
þú blístrar lag. —