Eimreiðin - 01.10.1938, Page 44
388
ARI-’GENGI OG STÖKKBREYTINGAR
EIMREI£>i!;
safn af einstaklingum, sem allir eru komnir af sama einstak-
lingi á kynlausan hátt, eins og t. d. kartöflur undir sama grasi.
Umhverfið hefur venjulega ekki áhrif á erfðirnar, en stökk-
breytingarnar eru þá undantekning frá reglunni og hafa sér-
stöðu vegna þess, live snöggar þær eru.
r
man
Ég man þig hezt, er mildar stjörnur loga
og mánaskart á foldarbarmi glitrar
og mjallarbrjóstið bjarta, fagra titrar,
en breiðist silfurglit um unnarvoga.
Og norðurljósin leika um himinboga,
á logafákum yfir hvelið þeysa,
í litaskrúði iða, æða, geysa
með örskotshraða léttra geislafloga.
Þá man ég þig og með þér burtu svíf
á mánageisla út um geiminn bláa
og vængjum norðurljósa léttum líð.
Með hugans mætti himinfjöll ég klíf,
unz hverfur alt hið foldarbundna, lága.
Jarðstjarnan blikar hjört og undrafríð!
Margrét JónsdótHr