Eimreiðin - 01.10.1938, Side 84
eimreið'1'
Dísa í Hólkoti.
Eftir Hannes Jónsson■
Um 1880 bjuggu í Hólkoti í Vatnsdal Vigdís Gísladóttir, af
svonefndri Litlaóssætt, og maður hennar Jón Þorleifsson, fra
Vatnshorni. Þá var prestur á Undirfelli séra Þorlákur, afi Jóns
sál. Þorlákssonar borgarstjóra, en á Guðrúnarstöðum bjó þa
Ólafur læknir og yfirsetumaður, faðir Guðmundar alþingis'
manns í Ási. Vigdís var alment kölluð Dísa, og með því nafn'
man ég eftir henni.
Vetur nokkurn á jólaföstu þurfti Jón í Hólkoti að fara út a
Skagaströnd, til að sækja matbjörg handa heimili sínu. Er þa®
löng leið. Var Dísa þá ólétt að elzta barni þeirra, og kom Þ'1
Jón við á Guðrúnarstöðum og bað Ólaf hjálpa konu sinni, ef
með þyrfti. Hjá þeim Jóni var í dvöl unglingsstúlka, sem Helga
hét, að kenningarnafni síðar nefnd „trölla", en ekki annað
heimilisfólk.
Kvöldið eftir að Jón fer að heiman, kennir Dísa sér sóttai
og sendir Helgu yfir að Kárdalstungu, til að fá þar mann llt
að Guðrúnarstöðum að sækja Ólaf. Þetta er stutt leið, aðeins
yfir gil að fara, og er sitt kotið hvoru megin. Dísa kveikti 3
týru hjá sér, lagðist fyrir og bjóst við Helgu bráðlega, en s'°
leið og beið að enginn kom. Dísa varð stöðugt veikari, bráð
lega drapst á týrunni. Úti var heiðskýrt loft, nokkurt frost oa
birta af tungli.
Um miðnætti sér Dísa að einhver svört flygsa, sem hun
enga lögun á, kemur á gluggann gegnt rúmi hennar. Ivein'11
henni í hug að þetta muni vera Helga, muni hún vera að hr*®*1
S1g °g þykir það að vonum grátt gaman. Hún margkallnr* cn
fær ekkert svar, en ekki hverfur þetta af glugganum.
Dísa var skapstór kona. Hún hugsaði með sér, að hvort se,n
þetta væri maður eða sá vondi sjálfur, þá skyldi hann e^vl
hræða sig.
Dísu elnar nú sóttin, og þar kom að hún fæðir barnið, ski 111