Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 22
2
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
HORFUR í ÁRSBYRJUN.
Árið 1946 hófst með nýjum og bjartari vonum en um mörg
undanfarin áramót. Með komu þess mátti heita, að vopnahlé
væri á komið í heiminum. Jafnvel Kínverjar og Indónesíu-
menn gátu fagnað því, að friðarhorfurnar hefðu stórum
batnað í löndum þeirra á fyrsta mánuði nýja ársins.
Félagi Stalin, sem horfið hafði af sjónarsviði stjórnmál-
anna um skeið, veik aftur eftir áramótin heim í hásæti sitt
í Kreml að lokinni dvöl suður á sólbjörtum ströndum
Kákasuslanda. Yeðurglöggir útsendarar heimsblaðanna
þóttust merkja einhver veðrabrigði í innsta hring ráðsins
í Moskva. En þeir urðu þó að láta sér nægja gruninn einan.
Og öllum kom saman um, að Stalin væri hressari en áður,
eftir heimkomuna. Það benti ekki til, að vald hans væri í
hættu né starfskraftar hans að dvína.
Á vesturlöndum rofaði fyrir heiðríkju nýs árs og friðar,
er undirbúningsnefnd fyrstu ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sá sér fært, eftir níu vikna vel unnið starf, að til-
kynna fyrsta fund alsherjarráðstefnu hins nýja þjóða-
bandalags. Skyldi fundurinn hefjast í London hinn 10.
janúar 1946. Og þetta rættist! Að undangengnum fjórum
undirbúningsstigum, hinu fyrsta á Dumbarton Oaks-ráð-
stefnunni í október 1944, öðru á San Francisco-ráðstefn-
unni vorið 1945, þriðja á fundi framkvæmdanefndarinnar í
London sumarið 1945 og loks með þessari ákvörðun undir-
búningsnefndarinnar, var fyrsti fundur alsherjarráðstefnu
fimmtíu og einnar þjóðar þessara heimssamtaka settur hinn
tiltekna dag. Ráðstefnan hefur setið að störfum í 35 daga
og lauk henni að kvöldi 14. þ. m., en fundum öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna sólarhring síðar.
Jafnframt jólaboðskapnum um þennan væntanlega fund
var opinberlega tilkynnt, að samkomulag hefði náðst milli
stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Bretlands og Rúss-
lands, um ágreining þann, sem olli því að utanríkisráðherra-
fundurinn í London á síðastliðnu hausti fór út um þúfur.
Á þeim fundi vildu Bretar og Bandaríkjamenn leyfa
Frökkum atkvæðisrétt við væntanlega friðarsamninga, t. d.
við Búlgaríu, Rúmeníu, Ítalíu og Ungverjaland. En Rússar