Eimreiðin - 01.01.1946, Page 23
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
3
neituðu að samþykkja það. Þeir litu yfirleitt svo á, að þar
sem Austur-Evrópu-ríkin væru innan áhrifasvæðis Rússa,
þá væri það Rússa einna að ákveða landamæri þeirra, koma
þar á fót stjórn og sjá um þjóðflutninga úr einu landi í
annað á þessu svæði.
En með þessu fyrirkomulagi gat orðið hætta á, að til
yrðu tvær andstæðar ríkjaheildir, með hið hersetna Þýzka-
land á milli sín. Um nýársleytið varð það því að ráði, að
þeir Molotov, Bevin og Byrnes kæmu saman í Moskva, og
leiddi fundur þeirra til þess, að nú hefur verið ákveðið,
að friðarsamningar verði gerðir milli hverra tveggja ríkja,
sem í beinustu sambandi standa hvort við annað, en önnur
ríki aðeins spurð álits í þeim málum, sem þau varða sérstak-
lega. Síðan verða friðarsamningarnir allir lagðir fyrir
allsherjarfriðarráðstefnu til samþykktar, og er henni ætlað
að hef jast ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Þá má það og til ííðinda teljast, að Rússar hafa fallizt
á samkomulag Trumans og Attlees í Washington um, að
nefnd innan Sameinuðu þjóðanna hafi yfirumsjón með
atómsprengjumálunum svonefndu. Jafnframt er því lýst
yfir, að stórveldin þrjú vilji forðast allt kapphlaup um að
framleiða meiri og stórvirkari atómsprengjur en áður, en
vilji sameinast um það hlutverk að nota atómorkuna í þágu
friðar og farsældar mannkynsins. Fögur heit og vonandi
af heilindum unnin.
I Japan hafa Rússar fengið einhvern ádrátt um að mega
taka þátt í hersetningu landsins. En hinn nýi einvaldur þar
eystra í umboði Bandaríkjanna, Douglas MacArthur hers-
höfðingi, hefur látið sér fátt um finnast þær tiltektir þeirra
Trumans og Attlees, og er þó allt kyrrt á yfirborðinu.
Aftur á móti hefur soðið upp úr suður í Tyrklandi út af
landakröfum Rússa á hendur Tyrkjum. Eru kröfur þessar
1 sambandi við gamla og nýja drauma Rússa um að ráða
yfir sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs, sem
Tyrkir ráða nú. Hafa Tyrkir reynst hinir herskáustu, þó
aðeins í munninum enn sem komið er, og hótað að berjast
til síðasta manns, heldur en láta af hendi nokkurn blett
af landi til Rússa, og þar við situr.