Eimreiðin - 01.01.1946, Qupperneq 26
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
hverja uppreisnina af annari. Að baki bíður Indland með
óróa og tíðar uppreisnartilraunir. Svipurinn er því sannar-
lega ekki sem frýnilegastur á ásýnd heimsins, um það leyti
er U N O heldur sinn fyrsta fund.
HERFORINGJARÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
OG STARF ÞESS.
Þetta heimsins æðsta herforingjaráð sat á fundum í Lon-
don um sama leyti og alþjóðaráðstefnan, til þess að koma
sér saman um, hve fjölmennt landlið, sjólið og fluglið
þyrfti til alþjóðahersins, sem á að halda uppi reglu í heim-
inum og refsa óstýrilátum þjóðum og þjóðabrotum, sem ekki
kunna mannasiði á mælikvarða sameinuðu þjóðanna. En
ráð þetta hefur æði mörg fleiri viðfangsefni með höndum.
Það á að kveða á um, hve mikið herlið og vopn hver þjóð
alþjóðasamtakanna skuli leggja til, og mun þá vera miðað
við stærð og styrkleika hverrar um sig, eins og nú er ástatt.
Ennfremur kemur til athugunar, hvernig takmarka skuli
vígbúnað, ef eitthvert samkomulag næðist um einhverja
slíka takmörkun. Þá kemur einnig í hlut þessa ráðs að
taka ákvarðanir um aðferðir til refsingar árásarþjóðum
eða uppreisnaraðilum og hverjum hernaðaraðgerðum skuli
beitt gegn slíkum.
í ráði þessu eru 3 menn frá hverju stórveldanna f jögurra,
Breta, Kínverja, Rússa og Bandaríkjamanna, og einn frá
Frökkum. Fyrsta verk þess er að ákveða skerf hverrar
þjóðar af mönnum og vopnum til alþjóðaherliðs þess, sem
öryggisráð U N 0 á að fá til að halda uppi reglu og friði
í heiminum.
Ekki virðast smáþjóðir þær, sem eru aðilar í U N O, geta
miklu ráðið um það, hver framlög þeim verður gert að
inna af hendi til alþjóðahers þessa. Það eru stórveldin
f jögur, sem öllu geta ráðið þar um. Á herðnaðarlega mikil-
vægum stöðum er því líklegt, að þau vilji öll hafa nokkur
ráð, jafnvel herbækistöðvar með landher, flugher og flota.
Nokkurs gusts hefur orðið vart úr einstaka stjórnmála-
manni íslenzkum um, að oss beri sem skjótast að sækja
um upptöku í bandalag sameinuðu þjóðanna. Er það mál