Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 31
eimreiðin
Kjarval.
Eftir Vilhjálm Þ. Gíslason.
Jóliannes Sveinsson Kjarval er orSinn sextugur. Það sér reyndar
ekki á honum. En svona er það samt. Hann er fæddur 15. október
1885. Hann liefur verið liér í Reykjavík kringum tvo áratugi,
öæstum því samfleylt. Hér þekkir liann svo að segja hver maður,
°g allur landslýður þekkir liann af verkum hans. Oft hefur
mikið verið um þau rætt og stundum deilt. Á sextugsafmælinu
safnaðist fjöldi manna um Kjarval til þess að hylla hann. Það
var ös og glaumur í vinnustofu lians í Austurstræti þennan dag.
l*ar komu háir og lágir, konur og kariar, með blóm og bækur
°g kvæði og góðar óskir. Þar var veitt af rausn og prýði, og
Kjarval lék á alls oddi.
Ég var að leita Kjarval uppi nokkuru áður, því að svo hafði
talazt til, að við spjölluðum ofurlítið saman um afmælið, og ég
yar að liugsa um að skrifa eitthvað um liann. Ég leitaði hans,
en fann liann ekki. Hann var ekki heima, ekki á Borginni, ekki
a Skálanum, ekki í Höllinni og ekki á götunni. Hann var kom-
lnn eittlivað út í buskann til að mála og hugsa. Loksins fann
eg hann í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Hann var ekki að
hoppa yfir hest eða klifra upp kaðla. Hann var að reykja vindil
°g drekka kaffi. „Það er sem sé hérna“, sagði liann, „einn ágætur
kændahöfðingi austan frá Klaustri, og þú verður að liitta hann“.
Ég þekki af eigin raun höfðingsskap og gestrisni í Kirkjubæjar-
klaustri og alúð húsbændanna, frú Soffíu og Siggeirs. En nú var
eg að liitta Kjarval, og við tókum tal saman.
«Við höfum uppgötvað það“, sagði ég, „að þú ert að verða
sextugur“.
«Þið ættuð lieldur að uppgötva æskuna í öllum þessum ráðum,
utvarpsráði og menntamálaráði, og þið eigið að skrifa um æsk-
Ulla 1 blöðin og tímaritin“, svaraði Kjarval.
Ég sagðist skyldi skrifa um æskuna og ympraði svo aftur á
þessu um sextugsafmælið.