Eimreiðin - 01.01.1946, Page 39
eimreiðin
KJARVAL
19
Hann talar í þessu kvæSi um starf lífsins og vonir og segir:
Seilist margur skemmra en skvldi,
skapaði minna en hann vildi
í hillingum hjá landsins lýð.
Ég veit ekki, livað Jóhannes Kjarval liefur dreymt um að skapa
mikið og seilast langt í sínum fögru æskudölum. En ég veit, að
Eann hefur skapað mikla fegurð, þegar andinn var yfir honum
°g verkgleðin og. starfsorkan. Ég veit, að lýsing hans á íslenzkri
náttúru á eftir að lifa lengi og verða mörgum til fvrirmyndar
°g ánægju. Það bezta úr myndum Kjarvals er klassiskt. Það er
eign alþjóðar og liluti af íslenzkri menningu seinustu áraluga.
1 örlæti hjarta síns og í auðlegð ímyndunarafls síns hefur Iiann
® beztu stundum sínum verið trúr og góður túlkur íslenzkrar
nattúru og þjóðlífs, frjósamur og fínn listamaður.
IVIAIMSTIJ?
Manstii lindina ljúfu,
sem líður um Álfahlíð?
Þar sátum við forðum saman
um sumarkvöldin blíð.
Þar las ég þér fyrstu ljóðin,
: em liðu frá vöri:m mér.
Þau Ijóð voru um sólskin og sumar
og sungin handa þér.
Nú siturðu’ á dúnmjúkiim svæflum,
sólvana og elskar tál.
1 deyfandi nautnadrykkjum
drekkirðu þinni sál.
Ég drekk — til að deyfa sorgir,
af dáðleysi’ er sál mín blind.
Við sitjum því enn þá saman,
en sitjum við aðra lind.
Hrafn Hrafnsson.