Eimreiðin - 01.01.1946, Side 40
eimreiðin
Lýðveldissijórnarskráin.
Eftir Guðmund Arnason í Múla.
(Undanfarið hafa Eimreiðinni borizt bréf og greinar um væntan-
lega stjórnskipan hins nýstofnaða lýðveldis. Sameiginlegt einkenni
þeirra alíra er sá lifandi áhugi höfundanna sem lýsir sér fyrir því,
að ekki verði kastað til höndunum við undirbúning og samningu
hennar. Að öðru leyti eru sjónarmiðin margvísleg. Þó er eitt, sem
öllum kemur saman um: að stjórnarskrármálið beri að fela sérstöku
stjórnlagaþingi til endanlegrar afgreiðslu, og séu fulltrúar til þessa
þings kjörnir með öðrum og óbundnari hætti en fulltrúar til alþingis
eru kjörnir nú. Hér fer á eftir ein þessara greina, en síðar munu ef til
vill birtast fleiri raddir í þessu máli, eftir því sem rúm leyfir. Ritstj.)-
Þegar ég var að alast upp — fvrir aldamótin -—■ lieyrði ég
oft minnzt á stjórnarskrána og ávallt með þeirri virðingu, að
mér fannst hún standa ofar öllu, sem á var minnzt, nema ef vera
skyldi biblíunni. Og þeir þóttu menn að meiri, sem gátu vitnað
í stjórnarskrána orðrétt. Þetta liefur breytzt mjög á síðari árum,
svo að jafnvel löggjöf og ríkisstjórn skirrast ekki við að sniðganga
bana. Sennilega stafar þessi afstaða mest af því, bve oft henni
liefur verið breytt á síðari árum, eða síðan um aldamót. Hvern
þjóð, sem vel á að farnast, er nauðsynlegt að líta á grimdvallar-
lög sín sem einskonar helgan dóm, sem enginn lieiðarlegur mað-
ur vill saurga og enginn má saurga að ósekju. Það er því afar-
áríðandi að vanda vel til þeirra laga, og má ekki liorfa í þótt
nokkurn tíma taki, ef það gæti orðið til þess að gera þau betur
úr garði og fullkomnari, svo að sem flestir geti við unað. Allar
breytingar á stjórnarskrá rýra gildi hennar í liugum fólksins og
því meir sem þær eru tíðari og knúðar fram með minni meiri-
liluta. Flestar breytingar — að undantekinni orðabreytingunni
„forseti“ fyrir „konungur“ — á stjórnarskrá Islands, síðan 1920,
liafa að mínu áliti gengið „götuna niður á við“. Og fyrir þær er
liún orðin svipuð maðksmognum bams í baga í liugum fjölda
inanna.
Nú er í ráði að setja ný grundvallarlög fvrir íslenzka ríkið,