Eimreiðin - 01.01.1946, Qupperneq 52
-32
METNAÐUR OG GORGEIR
bimreiðin
afkomu hér og voru ekki taldir efnilegir á Islandi, urðu hinir
nýtustu menn í nýja landinu. Þeir fundu þar sjálfa sig, efldust
að krafti og dugnaði og urðu landi sínu til sóma og gagns, sem
fjöldinn af þeim hefði sennilega ekki liaft tækifæri til að verða
hér heima. Margir komu og heim aftur með nýjan liuga, og nýjar
aðferðir, og urðu til þess að efla varanlegar framfarir í gamla
landinu, vekja menn til dáða og efla frelsishugsjónir þjóðar-
innar.
1 síðara skiptið á þessari öld, þegar utanað komandi atburðir
urðu til þess að reka smiðsliöggið á sjálfstæði landsins (1944),
var það enn greinilegra, að Islendingar sjálfir gátu ekki þakkað
sér þá atburði. Þeir komu án þess að Islendingar hefðu gert
nokkuð til þess, nema það, sem sjálfsagt var. Öllum er þetta kunn-
ugt og óþarfi að fjölyrða um það. Af alveg sérstökum ástæðum
fenguin vér viðurkenningu stórveldanna á sjálfstæði voru, fyrir-
hafnarlaust. Hið eina furðulega við þessa atburði var það, að
til voru þó fáeinir Islendingar, sem ekki liugðu það alveg sjálf-
sagt að nota þetta einstaka tækifæri til þess að stíga síðasta
sporið. — Þessi úrslitasigur var því ákaflega auðunninn, svo
auðunninn, að hætt er við, að því fólki, sem ekki man lengra
aftur í tímann en til annars tugar þessarar aldar, gleymist
margra alda barátta og fórnir beztu manna þjóðarinnar.
»
VI.
Stjórnmálalegt frelsi og fullt sjálfstæði er fengið. Utanaðkom-
andi atburðir urðu þess valdandi, að fjárbagslegt öngþveili, sem
þjóðin var komin í, mest sökum óbeppilegrar fjármálastjórnar,
læknaðist af sjálfu sér, án Jiess að íslendingar sjálfir ættu nokk-
urn þátt í þeim bata. Þvert- á móti virðist þetta dæmalausa tæki-
færi til fjárliagslegs sjálfstæðis landsins, sem auðvitað er nauð-
synleg undirstaða alls sjálfstæðis, ætla að ganga oss úr liöndum.
Orsökin til þessa virðist sú, að ráðamenn þjóðarinnar liafi annað-
Iivort ekki verið starfi sínu vaxnir, ellegar þá liitt, að þeir bafi
metið meira stundarhagsmuni pólitískra flokka og valdastrit en
hag alþjóðar. Tækifærið til efnalegs sjálfstæðis, jafnframt hinu
stjórnmálalega frelsi, var fyrir liendi. Sagan mun áreiðanlega
dæma það hart, ef fjármálamenn vorir nú bregðast skyldu sinni.
Enn er liægt að bjarga fjármálum landsins, enda þótt fjármála-