Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 59
'Eimreiðin
SKALDIÐ E. M. FORSTER
39
1925, „Femina Vie Heureuse“ verðlaunin og „James Tait Black“
verðlaunin svonefndu. Báðar voru sögur þessar gefnar út í
Penguin—safninu alkunna og hlutu afarmiklar vinsældir brezkra
lesenda.
Forster er háðskur og óvæginn í ritum sínum, þegar því er
að skipta, og hann er gæddur ríkulegri kýmnigáfu. Gætir hennar
mjög í gagnrýni hans á stéttaskipan og hefðbundnar lífsvenjur
ýmsar. En liann er jafnframt gæddur mikilli mannúð og um-
burðarlyndi. Stíll lians er fagur og látlaus. Rósemi og festu gætir
mjög í allri framsetningu.
Hér á landi munu rit þessa höfundar vera nálega ókunn með
öllu, og ekki er mér kunnugt um, að nokkuð hafi birzt í íslenzkri
þýðingu af verkum hans. En óhætt er að fullyrða, að gróði væri
að því fyrir íslenzka lesendur að kynnast bókum hans. Og til
þess eru línur þessar skráðar, að vekja með þeim athygli íslenzkra
lesenda á einurn ágætasta samtíðarhöfundi á enska tungu, sem
nú er uppi.
Sv. S.
Maelt af munni fram.
Eitt sinn hittust þeir á götu á Seyðisfirði, Bjami Jónsson lögfræð-
mgur frá Unnarholti, sem þá var þar sýsluskrifari, og Karl Jónasson
a Spítalanum, og hafði Karl nýkeypt sér göngustaf í verzluninni „Fram-
tíðinni". Þetta var á föstudaginn langa. Karl hafði hrasað rétt eftir
að hann kom út úr búðinni með stafinn og forað sig út, enda var blautt
urr>. Báðir gengu að jafnaði með göngustaf. Þá mælti Bjami:
I Framtíðinni fékk hann staf
og fór að reyna að ganga.
I forarpoll hann féll á kaf
föstudaginn langa.
Earl svaraði samstundis:
Lagamenn með stóran staf
styðjast við og ganga,
flengja menn og færa í kaf
á föstudaginn langa.