Eimreiðin - 01.01.1946, Síða 69
eimreiðin
NAZISMINN ÞÝZKI
49
hefði verið Þjóðverji og allir lærisveinar hans, nema Jndas, hann
hafði náttúrlega verið Gyðingur. Helzti leiðtogi þessarar, hreyf-
mgar var Alfred Rosenberg, sem var helzti fræðimaður nazista.
Útbreiðslumálaráðherra Hitlers var dr. Göbbels, bæklaður,
ósvífinn, en gáfaður lygalaupur. Flugmálaráðlierra lians var
Göring, flugmaður, sem getið liafði sér góðan orðstír í fyrri
heimsstyrjöld, en líka vel þekktur eiturnautnamaður. Utanrík-
isráðhcrrann var Ribbentrop, ágjarn kampavínssali. Yfirmaður
leynilögreglunnar (gestapo) varð Himmler, búfræðingur. Þessir
ttienn sögðu skýrt og skorinort, að Þýzkaland hefði ekki beðið
ósigur 1918, heldur liefði það verið svikið í hendur óvinanna.
Svo kom heimsstyrjöldin síðari, Þýzkaland beið ósigur. Sumir
af nazistaleiðtogunum eru nú dauðir, aðrir bíða hegningar. Hitler
gerði Júðunum góð skil. Hann lét slátra meirihluta þeirra í vest-
Urhluta Evrópu, meðan á stríðinu stóð.
Milljónir annarra manna voru látnar sitja í fangabúðum Þýzka-
lands, meðan á stríðinu stóð, og þola þar allar helvítis kvalir.
Svo eru allar þær milljónir, sem fallið Iiafa í stríðinu. Nazista-
foringjarnir létu oft svo um mælt, að liið frumstæða eðli mann-
anna þyrfti að fá að njóta sín. Árin 1933 og 1934 birtu sum af
Úorðurlandablöðiinum mynd af dr. Göbbels, þar sem hann stend-
Ur í ræðustól, ber sér á brjóst, með munninn út að eyrum. Við
hliðina á honum birtu þau mynd af feiknastórum górilluapa,
sem glennti ginið og barði sér á brjóst. Hinn loðni Adam og hinn
Þýzki doktor virtust hafa svo margt sameiginlegt. Hið frum-
stæða eðli mannanna var auðséð á þeim báðum. Nazistar sáu
SVo uni, að það fékk að njóta sín í þessu stríði. Betur en nokkru
8lQni fyrr. Læknar og sálfræðingar liafa oft haldið því fram, að
a 16. öld hafi mikill liluti fólks víðsvegar um Evrópu orðið hálf-
l)rjálaður af trúarofstæki. 1 framtíðinni munu læknar og sálfræð-
lngar leitast við að rannsaka, livernig á því stóð, að mikill hluti
fólksins í Þýzkalandi varð hálfbrjálað af stjórnmálaofstæki laust
fyrir miðja 20. öld.
4