Eimreiðin - 01.01.1946, Side 71
EIMREíÐIN
Horfið er Norðurland.
Þér norðlenzku strendur, með 1'jarræna firði og voga
og firnindi hillinga lengst undir himinboga, —
þér hurfuð sem draumsýn og týndust í mistur og móðu
oss mörgum, sem stefndu til lífsins, en helveg tróðu.
Þér norðlægu byggðir, með lindum og daladrögum
og dverghömrum, fossum og töfrandi álfasögum, —
þér földust að baki þeim fjallháu öræfabungum.
En foldin þar geymir þó allt, sem vér dýrmætast sungunv
Þú Iand minna drauma og lífs míns djörfustu vona,
þú land hinna fegurstu óska og stoltustu sona,
þú hvarfst mér sem leiftur. Og aldreigi sá ég þig síðan
með sæfaðminn bláan og afréttageiminn víðan.
Ó, hve ég harma það allt, mér að eilífu glatað.
Ó, að ég gæti þig dauðlega smáð og hatað,
þú myrkranna vald, sem drepur frelsið í dróma,
°g dyggðunum stelur, en upprætir heiður og sóma.
Vér svikum og níddum það allt, sem vér elskuðum heitast.
Og aldrei mun gullið, sem tapaðist, framar oss veitast.
Vér leituðum brauðsins, en fengum í staðinn steina,
í stað hinna margþráðu lífgrasa vegþistla eina.
Já, ræturnar biluðu. Rignir nú heitu blóði,
því reiður er Drottinn. Og bænirnar lyftast í hljóði
frá helsærðum brjóstum. En himnarnir lokaðir standa.
Helvíti er jörðin. Og nornirnar ólyf jan blanda.