Eimreiðin - 01.01.1946, Page 73
eimreiðin
Gisiing.
Smásaga eftir Gunnar Árnason frá Skútustöðum.
I.
Strax og fór að lialla norður af Staðarlieiðinni, kom einliver
ólund í bílinn. Hann gekk rykkjótt og spúði blárri reykjarsvælu
aftur úr sér.
Halldór Pétursson forstjóri, fimmti þingmaður Reykvíkinga
°g formaður Launamálanefndarinnar, liallaði sér frarn í áttina
til bílstjórans.
■— Er nokkuð að, Eiríkur?
Um leið fór kuldahrollur um frúna í framsætinu. Hún leit út
ttm rúðuna og renndi augunum yfir víðlenda, auðnarlega heið-
ma. í allan dag hafði verið sól og vor, og þau liöfðu flogið vfir
Uiðsælar og blómlegar hyggðir. Nú var sól farin að lækka á
lofti, himininn orðinn blýfölvaður, en norðanþoka vall lengst
að ut’an inn yfir þessa reginvídd. Og bíllinn ekki í lagi.
Bílstjórinn hlustaði eftir gangi vélarinnar líkt og læknir eftir
andardrætti sjúklings.
■— Það er eitthvert bölvað ólag á vélinni. Líklega stíflur í
bensínleiðslunum. Ég verð sennilega að stoppa og reyna eitthvað
að athuga það.
— Æi, í guðanna bænum farið þér ekki að stanza hér uppi
a háheiði, Eiríkur, — sárbað frúin. — Hér er svo voðalega ömur-
legt. Það er eins og allt ætli að gleypa mann. Er ekki hægt að
komast eitthvað til hyggða fyrst? Það er þó skárra að vera í
nand við einhverja bæi, ef bíllinn kemst ekki aftur í gang.
Tökum það bara með ró. Það er nú ekkert að óttast, góða
niín, þó að Eiríkur líti á vélina, — sagði alþingismaðurinn hug-
Éreistandi. Hann lyfti hattinum og strauk lokkiim, sem lá yfir
^mn byrjandi livirfilskalla. — En það er liætt við, að við komum
8emt til Langafjarðar — bætti hann við.
Frúin hleypti í herðarnar og vafði fastar að sér hlýrri og
^ýrri kápunni.