Eimreiðin - 01.01.1946, Blaðsíða 74
54
GISTING
EIMREIÐIN
— Ég vil ekki fara liér út, og ég hangi ekki heldur í híliium.
Það er 6vo andetyggilegt. Bíllinn gengur þó enn. Þú sagðir, að
við kæmum bráðum ofan í einhvern dal. Við hljótum að kornast
þangað undan brekkunni. En blessaðir keyrið þér samt varlega.
Hiin var seinni kona. Seinni kona forstjórans og hann raunar
seinni inaður hennar. Bæði nýskilin og nýgift.
Forstjórinn liallaði sér aftur í sætið og stundi lítilsliáttar. Hann
var að sínu leyti jafn valdalítill gagnvart þessari konu og liann
var mikils ráðandi í flokknum og á þjóðmálasviðinu. Þetta átti
líka að vera skemmtiferð fyrir hana, bráðahirgða brúðkaupsferð
vegna stríðsins, þó liami færi fyrst og fremst á liéraðsmót flokks-
rnanna sinna í Langafirði.
Bíllinn rann sæmilega niður aflíðandi lieiðina. Kvöldkulið
náði ekki inn, því að gluggarnir voru lokaðir, en þokuveggurinn
færðist æ nær.
Eftir stundarþögn spurði frúin:
— Ætlurn við þá aldrei að komast yfir þessa andskotans heiði?
— Jú, jú. Það fer nú að styttast, — svaraði maðurinn liennar.
— Þarna sjáum við meira að segja bæ. — Hann benti fram
heiðina. Þar var nokkuð breitt og djúpt þverdrag. Framarlega
í því húktu nokkrir moldarkofar í grænum túubletti, sem stakk
í stúf við sinugráar mýrarnar þetta júníkvöld. Og það rauk úr
stærstu þústinni.
— Almáttugur, að eiga hér heima, — lirópaði frúin upp yfir
sig. — Það er meira fólkið, sem lætur sér detta slíkt í hug. Það
ldýtur að vera liálfvitlaust, eða þá sinnulaust eins og skepnur.
Bíllinn tók óvanalegt hopp, hafði lent í skvompu á gröfnum
veginum, — ef til vill af því að bílstjórinn var að hugsa um, að
liann var ættaður frá einu heiðarkotinu, — raunar í annarri
sýslu.
Frúin hvítnaði.
— Gáið þér að yður, maður, að maður roti sig ekki.
— Við hefðum ekki átt að vera svona lengi hjá lækninum t
Króksfirði, annars værum við komin lengra, — bætti hún örlitlu
seinna við.
Forstjórinn minntist ekki á það einu orði, að það var liún,
sem vildi dvelja sem lengst hjá frænku sinni, læknisfrúnni. Hann
sagði aðeins: