Eimreiðin - 01.01.1946, Side 78
58
GISTING
EIMREIÐIN
þessari forvitni þinni. Ég lief líka gaman að vita livort Jóhann
vill ekki styðja flokkinn við næstn kosningar. Einhver sagði mér,
að hann væri blendinn í trúnni.
— Það hlaut að vera, að það væri eitthvað pólitískt. En lief-
urðu séð liann nýlega, þennan mann, svo hann kannist við þig?
-—• Nei, biddu fyrir þér. Ekki síðan við urðum stúdentar fvrir
rúmum tuttugu árum. En þú veizt — bekkjarbræður eru alltaf
bekkjarbræður. Það er engin hætta á, að okkur verði útliýst.
Það fór svo, að frúin gaf sig. Kvöldsvalinn, rakur af þokuúða,
óglæsileg lýsing manns hennar á leiðinni norður til Langa-
fjarðar, ásarnt biluninni í bílnum, þreytan — allt þetta gerði
henni þá hugsun bærilega, að gista þarna frammi í dalnum, hjá
þessum stúdenti, gera það fyrir Halldór.
Það varð léttara yfir báðum, þegar teningunum var kastað.
Þau fóru að tala um fleira, fólkið, sem þau liöfðu liitt yfir daginn
og það annað, sem þegar hafði borið við í ferðinni, og þeim gekk
eins og greiðar niður brekkurnar úr þessu.
Bíllinn beið þeirra á kollóttum melhóli niður undir ánnt-
Hjónin stigu upp í liann, og Eiríkur bílstjóri fékk fyrirskipun
um að aka beint fram að Skarði, þar myndi liann geta atlnigað
vélina.
— Nóg bensín, ekki satt, til að taka á sig nokkurra kílómetra
krók?
— Jú, það er allt í lagi.
Og bíllinn rann yfir ána á snoturri steinbrú og beygði síðan
fram sveitarbrautina.
Skotvegur var það nú ekki. Þetta var þröng rudd braut, sem
lá yfir mela og mjóar grundir meðfram ánni. Sumstaðar var far-
ið svo tæpt á bakkanum, annarsstaðar framan í svo bröttum
melhólabörðum, að frúnni ægði. En bílstjórinn ók liægt og var-
lega. Útsýnið var ekki fagurt, tilbreytingarlítið. Helzta bvildin
var að gá til bæja eða bvíla augun á blárri, freyðandi ánni, seni
lék sér í slrengjum eða dottaði í lygnum, eftir því livort bakk-
arnir þrengdu að lienni eða að bún bafði sína hentisemi á evr-
unum.
Svo voru þau allt í einu komin heim undir tiinið á Skarði-
Bugða á bröttu fjallinu til austurs og nokkrir melbólar rétt utan