Eimreiðin - 01.01.1946, Side 88
68
GISTING
EIMREIÐIN
— Nei, é{i lief engan rétt til að segja það. Ég varð það frckar
eins og af sjálfu sér.
-—- Því segirðu þetta, maður? Þú, sem varst stúdent. Það
virðist ekki beinlínis eiga skylt við bóndastöðu. Maður liefði
íialdið, að næstum allt annað lægi nær.
— Ég er borinn liér og barnfæddur og algjörlega alinn liér
upp.
— Og varstu svona átthagaelskur? Ég er nú sjálfur raunar
fæddur í sveit, þó ég sé að mestu leyti alinn upp í Reykjavík, og
ég var alltaf í sveit á sumrin, strákurinn. Rak kýr og elti hross.
En svei mér þá, ef ég veit, livað þessi blessuð áttbagaást er. Mér
þykir að vísu gott að vera í Reykjavík, af því að ég hef nóga
peninga og flest eins og ég vil. En þar fyrir gæti ég vel farið
til Hafnar eða New York á morgun, ef ekki væri stríðið og staðan,
skilurðu?
—- En faðir minn var liér líka allan sinn aldur og faðir lians
á undan honum.
— Hvað kemur það þér við? Afi minn átti heima norður
í Trékyllisvík, og ég vona að guð forði inér frá að stíga þar
nokkurntíma fæti.
— Afi minn tók við þessari jörð í mikilli niðurníðslu. Hann
byrjaði á því að koma túninu í rækt og færði þar talsvert ul
kvíarnar. Hann endurreisti öll liús á jörðinni.
— Þetta hefur verið kjarnakarl.
— Faðir minn sléttaði mikinn hluta túnsins. Hann byggði
aftur upp bæinn. Og hann lilóð túngarðinn. Mér stendur þa^
fyrir barnsminni. Árum saman var grjótið tekið upp og ekið
í bann að vetrinum. Og vor og liaust var gamli maðurinn vikum
saman að lilaða garðinn. Ef þú gengur með garðinum, sérðu
livernig liann er lilaðinn. Hverjum steini er velt fyrir sér, þanga*'*
til að bann situr eins og bezt og fallegast er — eins og hann eigi
að standa svona til eilífðar.
— Já, ég rak nú augun í garðinn. Hann er óneitanlega snotur
og traustlegur, en ekki var nú karlinn að hlaða liann utan um þ1?-
t— Ekki beinlínis. En að sumu leyti á hann kannske sinn þátt
í því, að ég livarf lieim. Ég sá og skildi, að liér var gamli maður-
inn að.vinna fyrir framtíðina. Garðurinn átti að standa, þegi,r
, liann var sjálfur fallinn, og vera til skjóls og varnar. Og efalaust