Eimreiðin - 01.01.1947, Síða 100
80
RITSJÁ
EIMREIÐIN
lölulega fáu liöfunda vorra, sem Iiefur
skilið hættuna við offramleiðslu í
list. Hoiium liggur aldrei á. Túninn
og hraðinn eru honum lítils virði.
Ekkert væri fjær skapi hans en að
kreista fram nýtt ljóð með liverju
nýju tungli. Þetta ljóðakver er ávöxt-
ur margra ára. Ég hygg, að jafnvel
liina lítt ljóðelsku ntuni ekki iðra að
kynna sér þann áviixt með því að
eignast þessa hók.
Sr. S.
Katrín Ólajsdóttir Mixa: LIÐNIR
DAGAR. Rvík 1946. (ísajoldar-
prentsmiSja h.fj.
Bók þessi er þættir úr æví ungrar
íslenzkrar konu, sem dvaldi í Aust-
iirríki á ófriðarárunum, en komst
loks heim til íslands eftir styrjaldar-
lokin. Hafði hún þá þolað hrakninga
og mætt margvislegum erfiðleikum á
flótta sínum frá Wien til Oberbayern,
þar sem hún dvaldist um skeið á
hóndahæ nokkrum. Hún flyzt með
manni sínum, austurrískum hljóm-
listarmanni, sem dvaldi hér á landi
nokkur ár, til heimkynna hans, þar
sem þau lifa glöðu og áhyggjulausu
lífi fyrstu árin, svo sem lýst er í
fyrsta kafla þessarar hókar. En svo
færast skuggar heimsstyrjuldarinnar
yfir líf þeirra. Eiginmaðurinn gengur
í herinn, og hún situr ein eftir með
drengina sína tvo. Herir handamanna
færasl nær heimkynnum hennar, loft-
árásir hefjast — og áður en varir
hafa Rússar setzt um Wien. Þá liefst
flóttinn. Meðan hún dvelur á hónda-
hænum í Oherhayern, deyr annar
drengurinn. Þeim atburði lýsir móð-
irin í stuttum, fögrum kafla — um
dauðann, dularfullan, sáran og óskilj-
anlegan — og um jarðarför drengs-
inS dána, sem hún fylgir til hinztn
hvíldar, dökkklædd, „með rauðar
rósir í fanginu“.
Það er hvorttveggja, að höfundur
þessarar hókar hefur frá mörgum og
minnisstæóum viðburðum að segja,
enda er frásögn liennar heillandi og
lirífur lesandann með sér. Höf. lýsir
mönnum og málefnum hleypidóma-
laust, án hlutdrægni og áróðurs, en
af einurð, eins og livorttveggja kem-
ur henni fyrir sjónir. Stíll hennar er
léttur og lipur, frásögnin oft í dag-
bókarformi, blátt áfram og umhúða-
laus. Bókin er „spennandi“ eins og
hezta skáldsaga, þó að sagt sé frá
sönniun atburðum.
Til prentvillna má sennilega telja
þá yfirsjón að rita „kælirinn“, í þol-
falli, fyrir „kælinn“ (hls. 7 og 8),
en annars eru prentvillurnar nokkuð
margar, t. d. „útborganir“ fyrir út-
borgir (bls. 44), „óvana“ f. óvænta
eða óvenjulega (hls. 46), „hétt“ f-
rétt (hls. 70), „mér“ f. sér (hls. 147),
„Anieríkuönum“ f. Ameríkönum (hls
148), o. s. frv.
Sv. S.